nýjasta atvikið

2014-04-08 12:55:00

  • Pegasus

  • 737-800

  • AMS - SAW

  • Amsterdam

Stélhögg í flugtaki

Boeing 737-800 frá Pegasus Airlines var nýfarin í loftið frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam á leið til Istanbul þegar flugmenn vélarinnar fóru fram á að halda sér í 2.000 fetum. Flugumferðarstjórar spurðu hvað vandamálið væri og svöruðu flugmennirnir að þeir hefðu sennilega farið með stélið ofan í brautina í flugtakinu.

Flugumferðarstjórar drógu til baka flugtaksheimild fyrir þá vél sem átti að fara næst í loftið en vél Pegasus snéri við og lenti aftur á Schiphol 15 mínútum síðar.

Flugbrautin var skoðuð en engin ummerki fundust á brautinn eftir stélhögg. Nokkur röð myndaðist þar sem flugvélar biðu eftir því að komast í loftið.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl