nýjasta atvikið

2014-07-24 12:40:00

  • Ryanair

  • B737-400

  • DUB - PRG

  • Dublin

Nefhjól fór ekki upp eftir flugtak

Boeing 737-400 frá Ryanair var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Dublin á leið til Prag þegar nefhjól fór ekki upp eftir flugtak. Flugmennirnir lækkuðu flugið í 4.000 fetum og tilkynntu að þeir hefðu vandamál um borð og fóru yfir viðeigandi gátlista áður en þeir snéru við og lentu í Dublin um 55 mínútum eftir flugtak.

Flugvirkjar fóru yfir vélina eftir lendingu og var hún tilbúin að fara í loftið um klukkustund síðar. Boeing 737-400 vélin er leigð frá Aerocontractors.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl