nýjasta atvikið

2014-08-12 15:10:00

  • British Airways

  • B767-300

  • LHR - YYC

  • nálægt Liverpool

Reykur í stjórnklefa

Boeing 767-300 vél British Airways var í 34.000 fetum yfir Englandi á leið frá London Heathrow til Calgary þegar upp kom reykur í stjórnklefa vélarinnar. Vélin var að nálgast Liverpool þegar flugmennirnir tilkynntu um reykinn og var vélinni snúið við og lenti hún á Heathrow skömmu síðar.

Neyðarteymi sem skoðaði vélina kom ekki auga á ummerki um reyk, eld né hita og fóru farþegarnir frá borði með eðlilegum hætti.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl