nýjasta atvikið

2014-11-01 15:30:00

  • Delta

  • B757-200

  • MCO - DTW

  • Orlando, FL

Hætt við flugtak / Fugl í hreyfil

Boeing 757-200 frá Delta Air Lines var í flugtaksbruni á flugvellinum í Orlando á leið til Detroit þegar hætt var við flugtakið þar sem flugmennirnir töldu að dekk á hjólastelli hefði sprungið.

Þegar vélin hafði hægt á sér og yfirgefið flugbrautina tilkynntu flugmennirnir um að þeir hefðu fengið fugl inn í hreyfilinn en vélin snéri við aftur á flughlað.

Fuglinn fór inn í vinstri hreyfilinn og er verið að meta skemmdirnar.

Önnur Boeing 757-200 vél, sem fengin var til, náði til Detroit með 6:45 klukkustunda seinkun.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl