nýjasta atvikið

2014-11-19 16:30:00

  • KLM

  • B747-400

  • AMS - PVG

  • Amsterdam

Bilun í hreyfli

Boeing 747-400 frá KLM Royal Dutch Airlines var í 25.000 fetum eftir flugtak frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam á leið til Shanghai þegar upp kom vandamál í hreyfli nr. 3. Vélin hætti frekara klifri og brenndi upp eldsneyti áður en flugmennirnir snéru við aftur til Amsterdam þar sem vélin lenti um 1:30 klst eftir flugtak.

Önnur júmbó-þota var fengin til sem náði til Shanghai með 4 tíma seinkun.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl