nýjasta atvikið

2014-12-03 12:00:00

  • American

  • B767-300

  • GIG - JFK

  • yfir Atlantshafi

Viðvörun um eld í hjólarými

Boeing 767-300 frá American Airlines á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til New York var í 38.000 fetum yfir Atlantshafi, skammt vestur af Bermúda, þegar áhöfn fékk tilkynningu um að eldur væri laus í hjólarými við aðallendingarbúnað vélarinnar.

Flugmenn vélarinnar lækkuðu flugið niður í 20 þúsund fet og var lent á Bermúda-eyjum einni klukkustund síðar en aldrei fannst nein brunalykt í vélinni og ekki kom upp neinn reykur.

Neyðarteymi skoðaði vélina eftir lendingu þar sem hún staðnæmdist við enda brautarinnar en ekki fundust nein ummerki um eld, hita né reyk.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl