nýjasta atvikið

2014-12-29 15:47:00

  • Virgin Atlantic

  • B747-400

  • LGW - LAS

  • yfir Írlandshafi

Nauðlending - bilun í vökvakerfi - Hjól fór ekki niður

Boeing 747-400 frá Virgin Atlantic á leið frá London Gatwick til Las Vegas var í 32.000 fetum yfir Írlandshafi þegar upp kom bilun í vökvakerfi og ákváðu flugmennirnir að snúa við. Þegar hjólin voru sett niður í aðfluginu að Gatwick-flugvellinum fór hægra hjólastellið ekki niður að fullu og var því hætt við aðflugið og hringsólaði vélin á meðan farið var yfir viðeigandi gátlista.

Þegar ekki tókst að setja niður hægra hjólastellið með öðrum aðferðum losaði vélin sig við eldsneyti í 2 klukkustundir áður en vélin fór aftur í aðflug að Gatwick og var nauðlending undirbúin og var mikill viðbúnaður á flugvellinum.

Slökkvilið, björgunarlið og sjúkralið var í viðbragðsstöðu og lenti vélin klukkan 15:47 og tókst lendingin vel og staðnæmdist vélin á brautinni.

Gatwick-flugvelli var lokað í kjölfarið og var vélin rýmd en um borð voru 447 farþegar.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl