nýjasta atvikið

2015-04-02 21:45:00

  • Lufthansa

  • A330-300

  • MUC - DXB

  • yfir Rúmeníu

Bilun í vökvakerfi

Airbus A330-300 frá Lufthansa var í 37.000 fetum, skammt norðvestur af Búkarest, á leið frá Munchen til Dubai, þegar upp kom bilun í vökvakerfi. Flugmenn vélarinnar ákváðu að að snúa við og lenda í Munchen þar sem vélin lenti um einni og hálfri klukkustund síðar.

Þar sem áhöfnin hefði farið yfir leyfilegan vinnutíma var ákveðið að ferja farþega á hótel nálægt flugvellinum og var fluginu frestað þar til 3. apríl

Önnur vél af gerðinni Airbus A340-600 var fengin til og náði hún til Dubai með 18 tíma seinkun.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl