nýjasta atvikið

2015-09-07 12:05:00

  • Air India

  • A320

  • VNS - DEL

  • Delhi

Reykur/eldur í nefhjóli

Airbus A320 vél frá Air India var í aðflugi að flugvellinum í Delhi eftir flug frá Varanasi þegar flugmenn tilkynntu um bilun í vökvakerfi en vélin hélt áfram uns hún lenti. Þegar vélin yfirgaf brautina kom upp reykur frá hjólastelli vélarinnar og var því ákveðið að rýma vélina strax og yfirgáfu farþegar vélina niður um neyðarrennibrautir.

Samkvæmt heimildum frá flugvellinum er talið að reykur hafi komið upp í nefhjóli vélarinnar. Að minnsta kosti fimm farþegar slösuðust þegar vélin var rýmd.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl