nýjasta atvikið

2015-11-23 09:00:00

  • Norwegian

  • B737-800

  • TFS - SXF

  • Tenerife Sur

Hætt við flugtak - Sprungin dekk á nefhjóli

Boeing 737-800 frá Norwegian Air Shuttle var í flugtaki á Reina Sofia flugvellinum á Tenerife á leið til Berlínar þegar flugmennirnir hættu við flugtakið á miklum hraða. Vélin staðnæmdist nálægt brautarendanum með þeim afleiðingum að bæði dekkin á nefhjólinu sprungu.

Vélin lokaði brautinni um tíma og var vélin rýmd og þeir ferjaðir með rútum aftur að flugstöðinni en skipt var um dekk á vélinni þar sem hún var á brautinni.

Fimmtán flugvélar, sem áttu að lenda á flugvellinum, þurftu að lenda á Gran Canaria, Fuerteventure og á Tenerife Norte.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl