nýjasta atvikið

2016-01-01 12:00:00

  • British Airways

  • B747-400

  • MEX - LHR

  • yfir Minnesota

Reykur um borð

Boeing 747-400 frá British Airways var í 34.000 fetum skammt norðaustur af Minneapolis á leið frá Mexíkóborg til London Heathrow þegar flugmenn vélarinnar tilkynntu um reyk í stjórnklefa og í farþegarými.

Flugmennirnir settu á sig súrefnisgrímur og var vélinni snúið til Minneapolis þar sem hún lenti 45 mínútum síðar en neyðarteymi fór um borð til að athuga ástand vélarinnar.

Engin ummerki fundust um reyk en áhöfnin sagðist hafa fundið brunalykt um borð á tímabili en ekki var vitað hvaðan lyktin kom.

Fluginu var frestað til 2. janúar og voru farþegar fluttir á hótel.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl