nýjasta atvikið

2016-07-04 00:45:00

  • United

  • Boeing 787-9

  • SYD - LAX

  • nálægt Sydney

Flogið á fugla

Boeing 787-9 frá United AIrlines var í flugtaki frá flugvellinum í Sydney á leið til Los Angeles þegar flugmennirnir tilkynntu að þeir hefðu flogið á hóp fugla í 1.000 fetum með þeim afleiðingum að einhverjir enduðu inn í hreyfli vélarinnar.

Vélin hætti klifri í 5.000 fetum og fóru yfir öll kerfi vélarinnar áður en á endanum var ákveðið að snúa við til Sydney þrátt fyrir að kerfi og stjórntæki um borð sýndu eðlilega virkni.

Vélin losaði sig við eldsneyti fyrir lendingu í Sydney þar sem vélin lenti um klukkustund eftir flugtak en fluginu var aflýst.

Farþegar um borð söguð að flugstjórinn hefði tilkynnt í kallkerfi að vélin hefði flogið á hóp fugla og sennilega hefðu fuglar endað inn í báðum hreyflum vélarinnar.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl