nýjasta atvikið

2016-10-24 13:15:00

  • United

  • B757-200

  • BFS - EWR

  • Belfast

Viðvörun um fast nefhjól

Boeing 757-200 frá United Airlines á leið frá Belfast til Newark-flugvallarins í New Jersey var í flugtaki frá Aldergrove-flugvellinum þegar flugmenn vélarinnar hættu klifri í 10.000 fetum þegar upp kom viðvörunarljós um að nefhjól hafi ekki farið upp eftir flugtaki. Flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi og brenndu eldsneyti í tvær klukkustundir áður en vélin lenti aftur á Shannon-flugvellinum.

Vélin fór í lágflug yfir Shannon-flugvöll svo hægt væri að sjá ástandið á nefhjólinu sem virtist vera niðri og í læstri stöðu. Vélin lenti því næst á Shannon skömmu síðar og staðnæmdist á brautinni og var dregin í burtu af brautinni.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl