nýjasta atvikið

2016-11-25 12:00:00

  • Allegiant Air

  • A320

  • PGD - IND

  • Punta Gorda, FL

Flapsar fastir

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Allegiant Air var komin í 4.000 feta hæð eftir flugtak frá Punta Gorda í Flóróda áleiðis til Indianapolis þegar flugmenn vélarinnar tilkynntu að þeir gátu ekki tekið inn flapsana.

Vélin fór í biðflug á meðan flugmennirnir fóru yfir viðeigandi tékklista og reiknuðu út eiginleika vélarinnar til að lenda en vélin lenti á meiri hraða en venjulegt er.

Vélin lenti 45 mínútum eftir flugtak og gekk lendingin að óskum en neyðarteymi flugvallarins þurfti að athuga bremsur vélarinnar eftir lendingu.

Farþegaþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-83 var tiltæk sem flaug farþegunum til Indianapolis.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl