nýjasta atvikið

2017-02-05 07:34:00

  • Lufthansa

  • A320

  • HAM - MUC

  • nálægt Munchen

Viðvörun um reyk á salerni

Airbus A320 frá Lufthansa var í 31.000 feta hæð og að hefja aðflug að flugvellinum í Munchen eftir flug frá Hamborg þegar áhöfnin lét vita um tæknilegt vandamál um borð og fór fram á beint aðflug að flugvellinum.

Mínútu síðar kom í ljós að um var að ræða viðvörun um reyk á salerni þrátt fyrir að engin ummerki sáust um reyk við skoðun. Ekki var farið fram á forgang í lendingu en flugmennirnir óskuðu samt eftir að fá leyfi til þess að lenda eins fljótt og hægt væri.

Neyðarteymi var í viðbragðsstöðu þrátt fyrir að ekki var um neyðartilfelli að ræða og lenti vélin 10 mínútum síðar.

Vélin var á jörðu niðri á flugvellinum í Munchen í 6 klukkustundir og 45 mínútur áður en hún fór aftur í umferð í leiðarkerfinu.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl