nýjasta atvikið

2017-04-01 22:09:00

  • Jetblue

  • A320

  • BOS - LIR

  • Boston og Flórída

Flogið á fugla og hjólastell

Airbus A320 frá JetBlue var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Boston áleiðis til Liberia á Kosta Ríka þegar flugmennirnir létu flugumferðarstjóra vita að mögulega þurfti að athuga flugbrautina þar sem þar gætu legið fuglar en þeir tilkynntu um að hafa flogið á fugla í flugtakinu.

Vélin hélt flugtaksklifri áfram upp í 30.000 fet en skömmu síðar lækkuðu þeir flugið niður í 22.000 fet og ákváðu að lenda í Orlando þar sem upp kom vandamál með hjólastell.

Vélin lenti í Orlandi 3:15 klst síðar og var önnur Airbus A320 þota fengin til sem hélt áfram til Kosta Ríka með seinkun upp á 5 klukkustundir.

Vélin sem lenti í Orlando var flogið til baka til Boston eftir 5 tíma viðdvöl í Flórída.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl