nýjasta atvikið

2018-01-01 19:24:00

  • SWISS

  • A340

  • JNB - ZRH

  • nálægt Jóhannesarborg

Bilun í veðurratsjá / Þrumuveður

Airbus A340-300 frá SWISS International Air Lines var í 34.000 fetum yfir lofthelgi Botswana, í um 220 nm fjarlægð norður af Jóhannesarborg, á leið til Zurich þegar, þegar flugmenn vélarinnar ákváðu að snúa við vegna bilunar í veðurratsjá sem náði ekki að greina mikið þrumuveðurs sem framundan var.

Ákveðið var að snúa við og lenti vélin aftur í Jóhannesarborg tæpum tveimur tímum eftir brottför.

Vélin var á jörðu niðri í 2:10 klukkustundir en eftir að búið var að lagfæra veðurratsjánna í nefi vélarinnar fór hún aftur á loft áleiðis til Zurich með fjögurra tíma seinkun.
 

  í þessum mánuði

    3 atvik skráð í apríl