4 kostir þess að bóka miðjusæti
- Óvinsælasta sætið hefur kosti þótt ótrúlegt sé

Sæti við gluggann og ganginn eru vinsælustu sætin þegar flugið er bókað - enda flestir sem vilja annaðhvort geta fylgst með landslagi skýjanna eða hafa skjótann aðgang að salerninu án þess að klöngrast yfir sessunauta sína.

Einn þriðju af öllum flugsætum í Boeing 737 t.a.m. eru miðjusæti - en hver vill sitja í miðjunni og hverjir eru kostirnir að sitja þar? - Flestir myndu halda að þeir farþegar sem sitja í miðjusætinu séu þeir sem völdu ekki sæti með bókuninni.



Þegar laukurinn er krufinn koma þó upp nokkrar ástæður þess að einhver vilji panta miðjusætið þótt ótrúlegt sé.

4 kostir við miðjusætið

1.
Einn af kostum þess að sitja í miðjunni er að með því geta þeir sem vilja endilega hafa einhvern til að tala við allt flugið haft tvær flugur í takinu - ef sá sem situr við gluggann er ekki málglaður þá eru 50% líkur á að sá sem situr við ganginn sé til í kjaftagang. Einnig ef samræðurnar eru komnar á þrot við gluggafarþegann þá er hægt að snúa sér að gangfarþeganum.

2.
Einnig ef þrír vinir eru að ferðast saman og einhverjum er alveg sama hvort hann hafi auðveldan aðgang að klósettinu eða útsýni yfir háloftin þá getur sá sem situr í miðjunni talað við báða vinina sína.

3.
Miðjusætið slær einnig tvær flugur í einu höggi af maður vill geta séð út um gluggann og vera þokkalega nær gangnum. Þótt að sá sem situr við gluggann hefur besta útsýnið þá má alltaf halla sér aðeins yfir gluggafarþegann til að sjá hvort það sjáist eitthvað út - og einnig þarf aðeins að afsaka sig við einn farþega þegar farið er á salernið í stað þess að láta tvo standa upp og segja tvisvar sinnum "afsakið".

4.
Einn kostur við að bóka miðjusætið er að smá möguleiki er að þú fáir alla sætaröðina út af fyrir þig. Það á þó eingöngu við þær flugleiðir þar sem sætanýting nær varla 70% - Ef þú bókar miðjusætið á Netinu og vélin er ekki full þá eru miklar líkur á að farþegar, sem bóka á eftir þér, kjósa frekar að taka sæti við gang án þess að hafa neinn við hliðina á sér. Ef einhver bókar við glugga þá mun hana gera það þótt að hann sjái að búið sé að bóka sætið við ganginn - en engin bókar við glugga eða gang við hliðina á ókunnugum sem hefur bókað miðjuna.

Ef þú færð alla miðjuna þá er bara að taka sætisarmana upp, biðja flugfreyjuna um teppi og kodda og þú ert komin með fyrsta farrými og getur sofið jafn vært og þú værir í rúminu heima. En ef vélin verður full þá er sjálfgefið að áætlunin þín er farin í hundana.



Þrátt fyrir að hægt sé að telja upp heila 4 kosti við miðjusætið þá breytir það því ekki að flestir farþegar forðast miðjusætið. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom í ljós að 20% aðspurðra myndu frekar kjósa að fresta fluginu fram á næsta dag og vera á hóteli til að fá sæti við gang eða glugga í stað þess að vera plantað niður í miðjuna.





9% Bandaríkjamanna segjast að þeir myndu neita því að taka miðjusætið ef vélin væri full og framundan væri lengra en tveggja tíma flug.

Miðjusætið mun mjög líklega halda áfram að vera óvinsælasta sætið í flugvélum um ókomin ár nema að eitthvað verði gert í til að gera það eftirsóknarvert - Samt ber að hafa í huga að það hefur alltaf talist gott að vera miðsvæðis.





 


  fleri greinar

4 kostir þess að bóka miðjusæti Sæti við gluggann og ganginn eru vinsælustu sætin þegar flugið e ...
Ef önnur fyrirtæki væru rekin eins og flugfélögin Ímyndið ykkur ef allur heimurinn væri rekinn eins og flugfélögin ...
28 atriði sem flugmenn segja ekki frá Það er margt sem flugmenn vita og eru ekkert að segja farþegum eð ...

  það helst úr flugfréttum

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsn

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni