Virgin America skilar inn árshagnaði í fyrsta sinn

san francisco

27. mars 2014

|

14:44

Árið 2013 náði Virgin America að skila inn hagnaði allt árið í fyrsta sinn síðan félagið var stofnað árið 2007.

Hreinar tekjur Virgin America námu 1,1 milljarði króna á árinu samanborið við 16,3 milljarða króna taprekstur árið 2012.

David Cush, framkvæmdarstjóri Virgin America, segir að beðið hafi verið eftir að félagið myndi skila inn hagnaði áður en það verður sett á almennan hlutabréfamarkað.

Félagið, sem var stofnað árið 2007 í San Francisco, hefur þegar hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar frá ferðatímaritum og öðrum samtökum fyrir þjónustu sína.

6,3 milljónir farþega flugu með Virgin America árið 2013 og var meðalmiðaverð um 22 þúsund krónur aðra leiðina.

Virgin America ætlar sér að nota hluta hagnaðarins í kaup á fleiri vélum en þegar hefur félagið pantað 40 Airbus A320 vélar sem verða afhentar á næstu sex árum.



 

  Nýjustu viðskiptafréttirnar

Hagnaður Lufthansa dregst saman um 9.5 prósent

23. mars 2017

|

Hagnaður Lufthansa Technik Group dróst saman um 9.5 prósent á árinu 2016.

SAS staðfestir sölu á Cimber til CityJet

23. janúar 2017

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur staðfest að félagið sé að ganga frá sölu á dótturfélaginu Cimber til írska flugfélagsins CityJet.

45 prósent meiri hagnaður hjá JetBlue

27. apríl 2016

|

JetBlue skilaði inn 24 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er 45.6 prósent meiri hagnaður frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður félagsins nam 16.9 milljör

Aldrei eins mikill hagnaður í sögu American Airlines

1. febrúar 2016

|

Hagnaður American Airlines á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 nam 167 milljörðum króna sem að mestu má þakka lækkunar á verði á þotueldsneyti.

Hagnaður JetBlue tvöfaldast milli ára

29. október 2015

|

Hagnaður JetBlue á þriðja ársfjórðungnum nam 25,4 milljörðum króna sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður félagsins var 10,1 milljarðar króna en rekst

Methagnaður hjá Southwest vegna lágs verðs á þotueldsneyti

22. október 2015

|

Southwest Airlines skilaði inn 79 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi sem er methagnaður fyrir tímabilið í sögu félagsins.

Taprekstur Lufthansa nam 24 milljörðum króna

6. maí 2015

|

Töluvert dró úr taprekstri Lufthansa á fyrsta ársfjórðingi ársins m.a.v sama tímabil í fyrra en félagið segir nauðsynlegt sé þó að gera betur.

Afkoma Lufthansa ekki til að hrópa húrra fyrir

12. mars 2015

|

Hagnaður Lufthansa dróst saman um 82 prósent árið 2014 en í fyrra skilaði félagið 8 milljarða króna hagnaði en árið 2013 var hagnaðurinn 45 milljarðar.

Aer Lingus hafnar yfirtökutilboði frá IAG

22. desember 2014

|

Aer Lingus hefur hafnað yfirtökutilboði frá International Airlines Group (IAG) sem á og rekur m.a. British Airways og Iberia.