Qantas sér loksins fram á hagnað

sydney

24. október 2014

|

12:31

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas

Qantas segir að félagið ástralska sjái loksins fram á hagnað á þriðja ársfjórðungi eftir virkilega slæma afkomu upp á síðkastið.

Taprekstur Qantas á 12 mánaða tímabili frá júlí árið 2013 til júní 2014 nam 297 milljörðum en Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að félagið hafi gengið í gegnum það versta.

Verð á þotueldsneyti hefur farið lækkandi sem hefur komið sér vel fyrir Qantas en félagið hefur átt í verulegum erfiðleikum í innanlandsfluginu, hátt eldsneytisverð og samkeppnin við Virgin Australia hefur verið mjög erfið.

Ástralskt fjármálaár nær frá júlí fram til júní en Qantas segir að árið 2015 muni reksturinn snúast yfir í hagnað.



 

  Nýjustu viðskiptafréttirnar

Hagnaður Lufthansa dregst saman um 9.5 prósent

23. mars 2017

|

Hagnaður Lufthansa Technik Group dróst saman um 9.5 prósent á árinu 2016.

SAS staðfestir sölu á Cimber til CityJet

23. janúar 2017

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur staðfest að félagið sé að ganga frá sölu á dótturfélaginu Cimber til írska flugfélagsins CityJet.

45 prósent meiri hagnaður hjá JetBlue

27. apríl 2016

|

JetBlue skilaði inn 24 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er 45.6 prósent meiri hagnaður frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður félagsins nam 16.9 milljör

Aldrei eins mikill hagnaður í sögu American Airlines

1. febrúar 2016

|

Hagnaður American Airlines á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 nam 167 milljörðum króna sem að mestu má þakka lækkunar á verði á þotueldsneyti.

Hagnaður JetBlue tvöfaldast milli ára

29. október 2015

|

Hagnaður JetBlue á þriðja ársfjórðungnum nam 25,4 milljörðum króna sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður félagsins var 10,1 milljarðar króna en rekst

Methagnaður hjá Southwest vegna lágs verðs á þotueldsneyti

22. október 2015

|

Southwest Airlines skilaði inn 79 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi sem er methagnaður fyrir tímabilið í sögu félagsins.

Taprekstur Lufthansa nam 24 milljörðum króna

6. maí 2015

|

Töluvert dró úr taprekstri Lufthansa á fyrsta ársfjórðingi ársins m.a.v sama tímabil í fyrra en félagið segir nauðsynlegt sé þó að gera betur.

Afkoma Lufthansa ekki til að hrópa húrra fyrir

12. mars 2015

|

Hagnaður Lufthansa dróst saman um 82 prósent árið 2014 en í fyrra skilaði félagið 8 milljarða króna hagnaði en árið 2013 var hagnaðurinn 45 milljarðar.

Aer Lingus hafnar yfirtökutilboði frá IAG

22. desember 2014

|

Aer Lingus hefur hafnað yfirtökutilboði frá International Airlines Group (IAG) sem á og rekur m.a. British Airways og Iberia.