
Töluvert dró úr taprekstri Lufthansa á fyrsta ársfjórðingi ársins m.a.v sama tímabil í fyrra en félagið segir nauðsynlegt sé þó að gera betur.
Taprekstur Lufthansa frá 1. janúar til 31. mars nam 24 milljörðum króna sem er minna tap m.a.v við í fyrra en því má m.a. þakka lækkandi verðs á þotueldsneyti en aukinn rekstrarskostnaður og launagjöld hafa sett strik í reikninginn.
Atvikið er vél Germanwings fórst í frönsku Ölpunum í mars mun hafa áhrif á afkomu Lufthansa árið 2015 og einnig þær deilur og verkföll sem félagið hefur gengið í gegnum við flugmenn félagsins.
Lufthansa hefur reynt að lækka rekstrarkostnað félagsins á meðan félagið stendur í samkeppni við lágfargjaldaflugfélögin í Evrópu en einnig hefur samkeppnin við flugfélögin frá Miðausturlöndum verið hörð en verkföll flugmanna munu koma til með að kosta Lufthansa 14 milljarða króna á fyrri helmingi ársins.
Lufthansa hafði sett sér þau markmið að auka tekjur félagsins um 220 milljarða króna fyrir árið 2015 en ósennilegt er að það verði umfram væntingar vegna Germanwings-slyssins og vegna verkfalla.
"Það er mikilvægt að finna lausn sem fyrst. Við getum ekki lengur brugðist farþegum áfram með þessum hætti", segir Simone Menne, fjármálastjóri Lufthansa.
23. mars 2017
|
Hagnaður Lufthansa Technik Group dróst saman um 9.5 prósent á árinu 2016.
23. janúar 2017
|
Scandinavian Airlines (SAS) hefur staðfest að félagið sé að ganga frá sölu á dótturfélaginu Cimber til írska flugfélagsins CityJet.
27. apríl 2016
|
JetBlue skilaði inn 24 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er 45.6 prósent meiri hagnaður frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður félagsins nam 16.9 milljör
1. febrúar 2016
|
Hagnaður American Airlines á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 nam 167 milljörðum króna sem að mestu má þakka lækkunar á verði á þotueldsneyti.
29. október 2015
|
Hagnaður JetBlue á þriðja ársfjórðungnum nam 25,4 milljörðum króna sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður félagsins var 10,1 milljarðar króna en rekst
22. október 2015
|
Southwest Airlines skilaði inn 79 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi sem er methagnaður fyrir tímabilið í sögu félagsins.
6. maí 2015
|
Töluvert dró úr taprekstri Lufthansa á fyrsta ársfjórðingi ársins m.a.v sama tímabil í fyrra en félagið segir nauðsynlegt sé þó að gera betur.
12. mars 2015
|
Hagnaður Lufthansa dróst saman um 82 prósent árið 2014 en í fyrra skilaði félagið 8 milljarða króna hagnaði en árið 2013 var hagnaðurinn 45 milljarðar.
22. desember 2014
|
Aer Lingus hefur hafnað yfirtökutilboði frá International Airlines Group (IAG) sem á og rekur m.a. British Airways og Iberia.