flugfréttir

Borgarstjórn Santa Monica ákveður að loka flugvelli borgarinnar

- FAA segir borgarstjórnina brjóta yfir 70 ára gömul lög um tilvist vallarins

26. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 06:44

Einkaþota kemur inn ti lendingar á Santa Monica Airport

Borgarstjórnin í Santa Monica í Kaliforníu hefur ákveðið að loka flugvellinum í bænum, Santa Monica Airport (SMO), en margir íbúar á svæðinu hafa kvartað undan hávaða frá flugvellinum auk þess sem einhverjir eru hræddir um að fá flugvél gegnum þakið á húsum sínum.

Borgarstjórnin í Santa Monica greiddi fyrst atvæðið um hvort loka ætti flugvellinum árið 1981 en þær áætlanir fóru út um þúfur og fékk flugvöllurinn að vera áfram en sl. þriðjudag var aftur kosið um flugvöllinn þrátt fyrir reglugerð sem samin var fyrir meira en 70 árum síðan sem á að tryggja tilvist vallarins.

Santa Monica Airport er sögufrægur flugvöllur en hann var eitt sinn heimili Douglas Aircrafts flugvélaverksmiðjanna en í dag er hann aðsetur minni flugvéla en meðal flugvélaeigenda, sem nota flugvöllinn reglulega, er leikarinn Harrison Ford en um 300 einkaflugvélar nota flugvöllinn daglega en þó er ekkert áætlunarflug sem fer um hann.

Santa Monica flugvöllurinn

Eftir að hafa hlustað á greinargerðir og skoðanir bæði frá flugvallarvinum og flugvallarandstæðingum ákvað borgarstjórn Santa Monica að halda kosningu sem endaði með því að meirihluti bæjarráðsins kaus að flugvellinum yrði lokað frá og með 1. júlí árið 2018 og verður strax ráðist í aðgerðir til þess að draga úr umferð þeirra flugvéla sem fara um völlinn.

Flugbraut verður stytt til að takmarka völlinn við litlar flugvélar

Byrjað verður á því að draga úr umferð einkaþotna en til að framfylgja því hefur verið ákveðið að stytta flugbrautina sem í dag er 5.000 fet á lengd og taka af henni 2.000 fet svo hún verði aðeins 3.000 feta löng en með því geta aðeins minni vélar notað flugvöllinn.

Flugstöðin á SMO

Þá hefur einnig verið ákveðið að takmarka það magn af þotueldsneyti sem er flutt til flugvallarins og þá hefur verið ákveðið að leysa tvö einkarekin þjónustufyrirtæki af á Santa Monica flugvelli með fyrirtæki sem rekið er af borginni til að framfylgja nýjum reglum um takmörkun á flugumferð.

Flugvallarandstæðingar segja að landið undir Santa Monica flugvöll verði í staðinn notað fyrir almenningsgarð þar sem viðburðir munu fara fram á borð við tónleika og íþróttaviðburði.

Borgarstjórn Santa Monica stendur samt í frammi fyrir miklum deilum við flugmenn og fjölmarga aðila sem leigja aðstöðu og flugskýli á vellinum og þar að auki þurfa þeir að deila við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sem eru mjög ósátt við áætlanir borgarinnar.

Margir hafa bent á að bæjarráðið sé að brjóta reglugerðir og sáttmála sem gerður var eftir seinni heimstyrjöldina þar sem samið var um að Santa Monica flugvöllur myndi vera óáreittur á sínum stað a.m.k. til ársins 2023 og þess vegna lengur.

Douglas DC-3 flugvél fyrir framan Santa Monica Museum of Flying

„Þessi ákvörðun er út í hött og þetta er ekki það sem samfélagið vill“, segir John Jerabek, gjaldkeri hjá Santa Monica flugvellinum en áður var reynt að kjósa um lokun flugvallarins árið 2011 en það náði ekki fram að ganga.

„Bandarísk flugmálayfirvöld gerir ráð fyrir því að bæjarráð Santa Monica fari eftir reglugerðum og sinna þeim skyldum sem þeim er falið sem er að annast rekstur vallarins sem á að vera opin fyrir alla flugmenn. FAA mun halda áfram að vinna með borgarstjórninni til að tryggja að flugvöllurinn verði opin fyrir alla“, segir í yfirlýsingu frá FAA.

Harrison Ford á Santa Monica flugvelli

Þá stendur borgarstjórnin í Santa Monica einnig í öðrum deilum við FAA sem sakar borgarstjórann um að stuðla að óheiðarlegum lendingargjöldum á flugvellinum og peningamisferli en borgarstjórnin er grunuð um að vera millifæra fé til annara aðila sem tengjast ekki fluginu.

Þá stendur borgarstjórnin í Santa Monica einnig í málaferlum við bandaríkjastjórn en borgarstjórnin hafði gert tilkall til þess að fá flugvöllinn í sína eigu og losa hann undan ríkiseigunni en því var vísað frá.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga