flugfréttir
MH370: Nýtt brak fundið í Mozambique
- Talið mögulegt að það sé af stélinu á malasísku farþegaþotunni

Talið er mögulegt að brakið sé af stéli malasísku farþegaþotunnar en það hefur þó ekki enn fengist staðfest
Nýtt brak hefur fundist sem mögulega gæti tilheyrt malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, en um er að ræða málmbút sem fannst við strendur Mozambique í Afríku.
Það var Jean Viljoen, starfsmaður hjá ferðaskrifstofu í Suður-Ameríku, sem fann brakið sem er þríhyrningslaga, hvítt og rautt á lit og er um meter á stærð.
Getgátur eru um að brakið sé hluti af stéli vélarinnar en brakið inniheldur verksmiðjunúmer sem sent hefur verið til Boeing en brakið var afhent
til lögreglu í Mozambique.
Nokkrir erlendir fréttamiðlar segja að ef málmbúturinn tilheyri malasísku farþegaþotunni þá gæti það gefið til kynna að þotan hafi sprungið áður en hún fór í sjóinn í Indlandshafi.

Brakið fannst við strendur Mozambique þann 23. ágúst
Nokkrir sérfræðingar í fluginu, sem hafa séð myndirnar af brakinu, segja að þar sem það lítur út fyrir að vera mjög illa farið gæti það bent til þess líklegra sé að vélin
hafi sprungið í loftinu frekar en að flugmennirnir hafi náð að magalenda á sjó og vélin því næst sokkið í heilu lagi.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að leitin af flugi MH370 muni halda áfram eftir áramót en sú leit, sem staðið hefur yfir núna á 120.000 ferkílómetra svæði í Suður-Indlandshafi, mun teka enda í desember.
Fleiri myndir:
Einverjar getgátur eru á kreiki um að brakið gæti verið af stéli vélarinnar en það hefur ekki fengist staðfest


16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

31. desember 2018
|
Flugmálayfirvöld á Indlandi rannsaka nú atvik er þrjár þotur voru samankomnar hættulega nálægt hvor annarri með of lítinn aðskilnað í lofthelginni yfir Nýju-Delí á Þorláksmessu.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.