flugfréttir

Skýrsla: Rugluðust á hliðarljósum og miðlínuljósum í flugtaki

- Þreyta og slæmt skyggni talin orsök atviks á Karup-flugvelli í janúar 2016

30. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

ATR 72-200 skrúfuvel DAT (Danish Air Transport)

Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku hefur komist að því að þreyta flugmanna hafi gert það að verkum að þeir rugluðust óvart á hliðarljósum í jaðri flugbrautar í þoku á Jótlandi og fraið í flugtak í flugbrautarjaðarnum þar sem þeir töldu sig vera á miðri brautinni.

Atvikið átti sér stað þann 26. janúar á Karup-flugvellinum en vélin, sem var á vegum DAT (Danish Air Transport) var á leið til Kaupmannahafnar um klukkan 6 um morguninn.

Flugmennirnir töldu að hliðarljósin („runway edge lights“) væru miðlínuljósin á brautinni („runway center line lights“) og fór vélin í flugtak í jaðri brautarinnar með þeim afleiðingum að mörg hliðarljós á flugbrautinni eyðilögðust auk þess sem flugvélin varð fyrir skemmdum.

Flugmennirnir áttuðu sig fljótlega á því hvað væri á seyði og hættu þeir við flugtakið og hægðu á vélinni og snéru við í átt að flugstöð en fluginu var aflýst og voru farþegar bókaðir með öðru flugi til Kaupmannahafnar sem var flogið með McDonnell Douglas MD-83 þotu.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku leit atvikið mjög alvarlegum augum en nefndin gaf frá sér bráðabirgðaskýrslu vegna málsins þann 9. mars í vor.

Þar kom m.a. fram að flugstjóri vélarinnar hafi verið 38 ára og hafði hann 3.514 flugtíma að baki og þar af 1.134 tíma á ATR vélina en aðstoðarflugmaður hans, sem er 35 ára, hafði 1.530 flugtíma að baki og 390 tíma reynslu af ATR vélinni.

Uppsafnað svefnleysi mögulegur orsakavaldur

Slæmt skyggni var er vélin var að aka í átt að flugbrautinni og kom þar fram að vélin hafi stillt sér upp með nefhjólið á hliðarljósum í hægri kanti brautarinnar en þar sem vélin byrjaði flugtaksbrun í hægri kanti brautarinnar olli það skemmdum m.a. á ljósabúnaði á nefhjólastelli, á báðum hjólahlerum á aðalhjólastelli auk þess sem tvö skrúfublöð skemmdust.

För vélarinnar á flugbrautinni áður en hætt var við flugtakið

Lokaskýrsla vegna atviksins var birt þann 25. ágúst en þar kemur fram að nefndin hafi rekið orsök atviksins til fimm þátta sem eru næturskilyrði, slæmt skyggni, skortur á flugbrautarmerkingum, þreyta meðal flugmanna og svo er talið að athygli flugmannanna á þessum tímapunkti hafi verið að mestu á að fara yfir tékklista fyrir flugtak.

Í skýrslunni kemur fram að flugþreyta sé fyrirbæri sem erfitt sé að uppræta en báðir flugmennirnir höfðu unnið á vöktum sem höfðu uppfyllt reglugerðir um hvíldartíma flugmanna í Danmörku.

Hinsvegar er talið að flugmönnunum hafi skort einbeitingu sökum þreytu þar sem atvikið átti sér stað mjög snemma að morgni og er talið að uppsafnaður skortur á svefn hafi haft áhrif á einbeitingu þeirra sem samsvarar sambærilegum einbetingarskorti og ef flugmaður sé með 0.05% alkahólmagn í blóði sínu.

Fram kemur að flugmennirnir hafi þrátt fyrir það verið mjög kunnugir staðháttum á Karup-flugvellinum en fram kemur að flugmennirnir hafi ennþá verið að fara yfir gátlista fyrir flugtak á sama tíma og þeir voru að stilla vélinni upp fyrir flugtak án þess að gera sér grein fyrir að vélin var línuð upp við hliðarljósin í jaðri brautarinnar.

Nefnin segir að ferlið við að fara yfir gátlista fyrir flugtak sé nauðsynlegur hluti af undirbúningi fyrir flugið en það getur þó haft áhrif á mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvort að vélin sé rétt stillt upp á flugbrautinni og næturskilyrði og slæmt skyggni hafi ofan á það gert aðstæður erfiðari.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga