flugfréttir

Miklar líkur á að þjóðin muni kjósa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

- Ögmundur: Þjóðin á að fá að kjósa um framtíð flugvallarins

30. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 21:47

Frá Reykjavíkurflugvelli fyrr í sumar

Lögð hefur verið fram tillaga á Alþingi um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar og lagt til að þjóðin muni kjósa um hvort það sé vilji hennar að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eður ei.

„Það sem er engu að síður mikilvægt við þetta mál er fjöldi þeirra þingmanna sem flytja þetta mál sem eru alls 25 talsins og þá er mun fleiri sem eru fylgjandi málinu og þar á meðal ráðherrar í ríkisstjórn og fleiri þingmenn þannig það er allt sem bendir til þess að meiri hluti þingsins sé hlynntur þjóðaratkvæðakosningu“, segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, í samtali við Alltumflug.is.

Ögmundur telur að flest bendi til þess að tillaga um kosningu um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði samþykkt ef hún fer fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi.

„Hið mikilvæga í þessu er að meirihluti Alþingis telur að þetta mál eigi erindi til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og nú er það samt svo komið að það er orðið of seint að hægt sé kjósa samhliða alþingiskosningunum í haust“, segir Ögmundur.

„Engu að síður er þetta samt vísbending um hvað koma skal þar sem mér finnst mjög líklegt að málinu verði fylgt eftir síðar í haust. Þetta verður að koma til umræðu áður en þingi verði slitið. Það er tími til þess að afgreiða málið sem viljayfirlýsingu á Alþingi.“, segir Ögmundur.

Ögmundur Jónasson

Ögmundur segir hæpið að hægt verði að láta þjóðin kjósa um framtíð flugvallarins í haust en bendir á að hægt verði að fá fram vilja þingsins til málsins en annars myndi það bíða næsta þings að ákveða dagsetningu á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er mjög stórt mál sem varðar hagsmuni landsmanna allra og þjóðarhag og væri ekkert eðlilegra en að efna til sérstakrar þjóðaratvæðagreiðslu um þetta mál og gæti því alveg komið til þess að haldnar verði sérstakar kosningar um Reykjavíkurflugvöll.

Borgin hefur ekki komið hreint fram

„Að mínu mati hefur borgin ekki komið hreint fram í þessu máli og hefur hún ekki staðið við þá samninga sem upphaflega voru gerðir um framtíð Reykjavíkruflugvallar og ef það hefði verið þá væri risin hér ný flugstöð í Vatnsmýrinni“, segir Ögmundur.

“Við þekkjum þennan ágreining sem er innan borgarinnar og innan Alþingis og ég tel að það sé eðlilegast að þjóðin segi sitt álit og með því væri hægt að höggva þannig á hnútinn þannig að borg og ríki gangi ekki gruflandi að því hver vilji þjóðarinnar er“.

Ögmundur bætir við: „Það er alveg vitað að vilji þjóðarinnar er afdráttarlaus, samkvæmt mörgum skoðanarkönnunum, sá að að halda vellinum í Vatnsmýrinni. Hinsvegar er eðiliegt að ef menn eru í vafa um það þá er bara að fá úr því skorið með formlegri atkvæðagreiðslu.

Reykjavíkurborg þyrfti sennilega þá að endurskoða sín áform

Ögmundur segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkruflugvöll sjálf sem slík muni ekki hafa bein áhrif á ákvörðun um framtíð neyðarbrautarinnar sem var lokað í sumar en tekur fram að ef eindreginn vilji kemur fram hjá þjóðinni um að halda vellinum í Vatnsmýrinni þá verði Reykjavíkurborg að endurskoða öll sín áform.

Ögmundur segir um mjög mikilvæg og jákvæð tíðindi að ræða fyrst almennur stuðningur sé við málið hjá Alþingi um að skjóta málinu til þjóðarinnar. Hann bendir á að ákvörðunin eigi heima hjá þjóðinni allri en ekki bara Reykvíkingum.

„Samkvæmt skoðunarkönnunum í seinni tíð þá er yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga alfarið fylgjandi því að halda flugvellinum áfram í Vatnsmýrinni“, segir Ögmundur.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga