flugfréttir

„Faðir júmbó-þotunnar“ er látinn

- Joe Sutter lést 30. ágúst, 95 ára að aldri

31. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 00:12

Joe Sutter fyrir framan fyrstu júmbó-þotuna sem framleidd var, „City of Everett“

Joe Sutter, „faðir júmbó-þotunnar“ er látinn, 95 ára að aldri en hann lést í dag, 30. ágúst.

Joe Sutter var einn þekktasti flugvélaverkfræðingur heims sem frægastur var fyrir að vera aðalhönnuðurinn á bak við Boeing 747 þotuna en hann kom einnig að þróun á fleiri þotum sem Boeing átti eftir að framleiða í kjölfarið.

Það var Boeing sem greindi frá andláti Joe Sutter á Fésbókarsíðu Boeing en þar kemur fram m.a. (á ensku):
This morning we lost one of the giants of aerospace and a beloved member of the Boeing family. Joe Sutter, the “Father of the 747,” passed away at the age of 95

Sutter fæddist árið 1921 í Seattle í Bandaríkjunum en faðir hans var Slóveni sem fluttist til Bandaríkjanna og starfaði fyrst í kjötiðnaðinum í borginni.

Joe Sutter lést, 95 ára að aldri

Sutter var ungur að árum er hann fékk áhuga á flugvélum og fékk hann hlutastarf í Boeing-verksmiðjunni þar sem hann vann sér inn pening fyrir flugvirkjanámi sem hann sótti við háskólann í Washington-fylki.

Eftir að Sutter útskrifaðist gekk hann til liðs við bandaríska herinn í kafbátadeild í seinni heimstyrjöldinni en eftir stríðið fór hann í flugvirkjaskóla á vegum bandaríska hersins og fékk því næst fullt starf hjá Boeing sem flugvélaverkfræðingur en þá hafði hann hafnað starfstilboði frá Douglas-verksmiðjunum sem buðu honum betri laun.

Sutter kom fyrst að hönnun á Boeing 377 Strarocrusier vélinni en þar sem hæfileikar hans voru miklir var hann gerðir að verkfræðingi yfir hönnun á Boeing 707 þotunni þar sem honum var falið að gera betrumbætur á flughæfni þotunnar.

Joe Sutter var gerður að yfirhönnuði yfir Boeing 747 á
sjöunda áratugnum

Sutter kom einnig að hönnun á hinni þriggja hreyfla Boeing 727 sem var fyrsta meðalstóra farþegaþota Boeing en Sutter átti hugmyndina að því að færa hreyflana undir vængina þegar kom að því að hanna Boeing 737 í stað þess að hafa þá á stélinu.

Sutter var þekktastur fyrir „meistaraverk“ sitt sem var hin eina og sinna júmbó-þota en hann var gerður að yfirverkfræðingi yfir Boeing 747 deildinni á sjöunda áratugnum en Sutter var sá sem talaði hönnunarteymið af því að gera vélina tveggja hæða alla leið frá nefi aftur í stél.

Á þessum tíma var gert ráð fyrir að júmbó-þotan ætti frekar eftir að vera vinsælli sem fraktflugvél og sáu menn ekki fyrir að hún ætti eftir að njóta sín einnig sem farþegaþota.

Markmiðið við hönnun júmbó-þotunnar var að færa stjórnklefann upp fyrir nefið í þeim tilgangi að koma frakt fyrir í vélinni í gegnum nefhlutann en til að gera vélina straumlínulaga fyrir aftan stjórnklefann var efra dekkið látið lækka aflíðandi niður að skrokknum og úr varð hin fræga lögun sem júmbó-þotan er þekkt fyrir.

Þess má geta að Joe Sutter var því næst gerður að yfirmanni yfir þróunardeild Boeing og síðar var hann varaformaður yfir verkfræðideild og flugvélaþróunardeild Boeing en hann kom einnig að hönnun Boeing 767 og Boeing 757 vélanna.

Joe Sutter tók m.a. á móti heiðursorðu frá Ronald Reagan, bandaríkjaforseta, árið 1985 fyrir framlag sitt á sviði tækniþróunar og nýsköpunnar en hann lét af störfum hjá Boeing ári síðar, árið 1986.

Joe Sutter hélt áfram að starfa sem ráðgjafi fyrir Boeing og kom hann einnig að rannsókn á Challanger-slysinu árið 1986 og var hann einnig innan handar við ýmiss verkefni sem komu að júmbó-þotunni og þar á meðal er Boeing 747-400 kom á markaðinn og nýja útgáfan, Boeing 747-8.

Joe Sutter í stjórnklefa á Boeing 747







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga