flugfréttir

TF-KFI er tíunda kennsluvél Flugakademíu Keilis

5. september 2016

|

Frétt skrifuð kl. 14:18

Stian Skovro tekur við flugvélinni í Diamond verksmiðjunni í Austurríki

Flugakademía Keilis tók við nýrri DA40 kennsluvél í verksmiðju austurríska flugvélaframleiðandans Diamond í byrjun september og er vélin því tíunda kennsluflugvél Keilis.

Við komuna til landsins hefur flugskólinn yfir að ráða tíu flugvélar frá Diamond, fimm tveggja sæta DA20, fjórar fjögurra sæta DA40 og eina tveggja hreyfla DA42.

Nýja vélin hefur fengið auðkennisstafina TF-KFI og er með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búin fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum, sjálfstýringu og veðursjá. Stian Skovro, flugkennari hjá Keili, tók við flugvélinni í Diamond verksmiðjunni í Austurríki 5. september, en skólinn tók í notkun sambærilega flugvél fyrr á þessu ári.

Tæknivæddustu kennsluvélar á landinu

Floti kennsluvéla Flugakademíu Keilis er orðinn einn sá nýstárlegasti og yngsti í Evrópu, og er nýjustu vélinni ætlað að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugnámi við skólann.

Tíunda kennsluvél Keilis hefur skráninguna TF-KFI

Þá tók skólinn einnig í notkun fullkominn flughermi á síðasta ári að gerðinni Redbird en um er að ræða hreyfanlegan hátækni flughermi sem þýður uppá fjölbreytta notkunarmöguleika í þjálfun flugnemenda skólans.

Fullbókað í atvinnuflugmannsnám haustið 2016

Nú stunda hátt í tvö hundruð nemendur flugtengt nám við Keili, þar á meðal atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám. Flugakademía Keilis býður bæði upp á einkaflugmannsnám, samtvinnað atvinnuflugmannsnám (sameinað einka- og atvinnuflugmannsnám) og ATPL nám, og eru teknir inn nýir nemendur í námið þrisvar á ári.

Fullskipað er í atvinnuflugmannsnám í haust en næst verður tekið við nemendum janúar. Vegna mikillar aðsóknar í flugnám hjá Flugakademíu Keilis er áhugasömum bent á að senda inn námsumsókn sem fyrst.

Nánari upplýsingar um Flugakademíu Keilis má nálgast á www.flugakademia.is

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Heathrow biður íbúa afsökunar á flugumferð eftir miðnætti

14. júlí 2022

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur beðið íbúa afsökunar á því ónæði sem þeir hafa orðið fyrir vegna flugumferðar sem hefur átt sér stað undanfarna daga eftir miðnætti.

Wizz Air dregur úr umsvifum til að minnka raskanir í sumar

11. júlí 2022

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur ákveðið að draga úr fyrirhuguðum auknum umsvif og sætaframboði um 5 prósent til þess að takmarka þær raskanir sem orðið hafa á flugáætlun félagsins nú þeg

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00