flugfréttir

TF-KFI er tíunda kennsluvél Flugakademíu Keilis

5. september 2016

|

Frétt skrifuð kl. 14:18

Stian Skovro tekur við flugvélinni í Diamond verksmiðjunni í Austurríki

Flugakademía Keilis tók við nýrri DA40 kennsluvél í verksmiðju austurríska flugvélaframleiðandans Diamond í byrjun september og er vélin því tíunda kennsluflugvél Keilis.

Við komuna til landsins hefur flugskólinn yfir að ráða tíu flugvélar frá Diamond, fimm tveggja sæta DA20, fjórar fjögurra sæta DA40 og eina tveggja hreyfla DA42.

Nýja vélin hefur fengið auðkennisstafina TF-KFI og er með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búin fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum, sjálfstýringu og veðursjá. Stian Skovro, flugkennari hjá Keili, tók við flugvélinni í Diamond verksmiðjunni í Austurríki 5. september, en skólinn tók í notkun sambærilega flugvél fyrr á þessu ári.

Tæknivæddustu kennsluvélar á landinu

Floti kennsluvéla Flugakademíu Keilis er orðinn einn sá nýstárlegasti og yngsti í Evrópu, og er nýjustu vélinni ætlað að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugnámi við skólann.

Tíunda kennsluvél Keilis hefur skráninguna TF-KFI

Þá tók skólinn einnig í notkun fullkominn flughermi á síðasta ári að gerðinni Redbird en um er að ræða hreyfanlegan hátækni flughermi sem þýður uppá fjölbreytta notkunarmöguleika í þjálfun flugnemenda skólans.

Fullbókað í atvinnuflugmannsnám haustið 2016

Nú stunda hátt í tvö hundruð nemendur flugtengt nám við Keili, þar á meðal atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám. Flugakademía Keilis býður bæði upp á einkaflugmannsnám, samtvinnað atvinnuflugmannsnám (sameinað einka- og atvinnuflugmannsnám) og ATPL nám, og eru teknir inn nýir nemendur í námið þrisvar á ári.

Fullskipað er í atvinnuflugmannsnám í haust en næst verður tekið við nemendum janúar. Vegna mikillar aðsóknar í flugnám hjá Flugakademíu Keilis er áhugasömum bent á að senda inn námsumsókn sem fyrst.

Nánari upplýsingar um Flugakademíu Keilis má nálgast á www.flugakademia.is

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Íhuga að taka við þotum sem áttu að afhendast til Rússlands

3. mars 2022

|

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, segir að flugfélagið þýska sé mögulega að spá í að festa kaup á einhverjum af þeim breiðþotum sem rússnesk flugfélög höfðu pantað hjá Boeing og Airbus en

Norwegian tekur á leigu 18 Boeing 737 þotur fyrir sumarið

28. febrúar 2022

|

Norwegian stefnir á að taka á leigu átján Boeing 737 þotur og þar á meðal nokkrar 737 MAX þotur til þess að mæta eftirspurninni í sumar.

Hætta flugi til 29 borga vegna skorts á flugmönnum

11. mars 2022

|

Bandaríska flugfélagið SkyWest Airlines ætlar að fella niður flug til 29 borga í Bandaríkjunum á næstu mánuðum þar sem að skortur er á flugmönnum til að fljúga flugvélum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga