flugfréttir
Svæðisstjóri Reykjavíkurborgar tengist Valsmönnum
- Dró úr söluverðmæti lóðarinnar um helming m.a.v. mat fasteignasala

Deilan um aðkomu borgarinnar að Reykjavíkurflugvelli og sölu á landi í Vatnsmýrinni til Valsmanna hf. hefur verið einn umdeildasti hlutinn í flugvallarmálinu en um er að ræða hagsmunamál sem varðar alla þjóðina að sögn flugmanna og þingmanna auk fleiri aðila í samfélaginu.
Flugmenn og aðilar í fluginu hafa bent ítrekað á alvarlega aðför að flugöryggi þar sem ákvarðanartökur hafi verið gerðar eftir hentisemi
í þeim tilgangi að uppfylla vilja og óskir fjárfesta þar sem alþjóðareglur um flugöryggi hafa verið virtar að vettugi.
Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið með óhreint mjöl í pokahorninu hvað varðar sölu á landi í Vatnsmýrinni
sem hefur átt sinn hlut í lokun neyðarbrautarinnar en meðal þeirra sem gagnrýna starfshætti Reykjavíkurborgar
er m.a. stjórnmálamenn og þar á meðal Ögmundur Jónasson, þingmaður, auk fleiri þingmanna á Alþingi.
Fljótlega eftir útkomu greiningar Isavia á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvalla, sem unnin var af Eflu verkfræðistofu, vöknuðu efasemdir flugmanna og flugvallarvina
um áreiðanleika niðurstöðu skýrslunnar.
Skýrslan varð fyrir enn meiri gagnrýni á meðal flugmanna og flugfólks þegar í ljós kom að Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, væri einn hluthafa
í Valsmönnum hf., sem er framkvæmdaraðili Hlíðarendasvæðisins, og að hann hafi árið 2002 verið einn meðlima þarfagreiningarnefndar Valsmanna sem vann að skipulagningu Hlíðarendasvæðisins en framkvæmdir á svæðinu eru nú þegar hafnar.

Frá Fluggörðum við Reykjavíkurflugvöll
Á dögunum var birt grein þar sem í ljós kom að verkfræðistofan EFLA, sem var fengin til þess að reikna nýtingarstuðul flugvallarins, á lóð í Vatnsmýrinni
sem bendir til þess að verkfræðistofan hafi ekki verið hlutlaus aðili er kemur að því að leggja mat á lokun flugbrautar sem rennir stoðum undir þá kenningu
að verkfræðistofan átti mikilla hagsmuna að gæta.
Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt skýrslu EFLU og hefur verið bent á ýmsa vankanta í innihaldi hennar sem er ekki í samræmi við
skýrslu NLR (Netherlands Aerospace Center), sem út kom út árið 2006, þar sem gefið var til kynna að ekki væri ráðlegt
reka flugvöllinn í Vatnsmýrinni með tveimur brautum án verulegrar skerðingar á flugöryggi.
Deildarstjóri Reykjavíkurborgar, sem hefur tengst Val sterkum böndum til margra ára, kom að samþykkt á sölu byggingarreit við neyðarbrautina
Þá hefur einnig komið í ljós að að aðili sem tengist íþróttafélaginu Val, Hrólfur Jónsson, gengdi eitt sinn starfi formanns badminton-deildarinnar í nokkur ár, var þjálfari yfir deildinni, sat í þarfagreiningarnefnd Vals og var þar áður í byggingarnefnd félagsins.
Hrólfur, sem er fyrrverandi slökkviliðsstjóri, starfar í dag sem skrifstofustjóri hjá atvinnu- og eignarþróunarsviði Reykjavíkurborg en sá hinn sami lét meta verðmæti lóðar í
Vatnsmýrinni, við enda neyðarbrautarinnar, mun lægra þegar til stóð að selja byggingarlandið til eignarhaldsfélagsins S8 ehf. sem gerði ráð fyrir að reisa eitt stærsta
hótel landsins á svæðinu.

Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri hjá atvinnu- og eignarþróunarsviði
Reykjavíkurborg
Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, starfaði með Guðmundi Þorbjörnsyni, framkvæmdastjóra EFLU, í þarfagreiningarnefnd Valsmanna árið 2002 en aðrir meðlimir voru Sigurður Lárus Hólm, Torfi Magnússon, Úlfar Másson og Kristján Ásgeirsson, en hann starfar sem arkitekt hjá Alark arkitektum og teiknaði hann útlit byggðarinnar við Hlíðarendaskipulagið.
Hrólfur hóf störf hjá Reykjavíkurborg árið 2004 og hefur verið áberandi í umræðunni um uppbyggingu Vatnsmýrarinnar og nauðsyn þess að loka þurfi flugvellinum í Vatnsmýrinni en árið 2013 var hann skipaður í fjögurra manna starfshóp á vegum innanríkisráðherra og borgarstjóra um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli en hluti af því samkomulagi var að neyðarbrautinni yrði lokað.
Þann 30. september birtist frétt á ruv.is þar sem greint var frá úthlutun Reykjavíkurborgar til eignahaldsfélagsins S8 sem hafði áform um að reisa 360 herbergja hótel í Vatnsmýrinni á mörkum Hlíðarendareitsins sem átti að vera samtals 18 þúsund fermetrar á stærð en fyrirtækið S8 ehf. er í eigu Jóhanns Halldórssonar, fjárfestis.

Íþróttamannvirki Vals við Hlíðarenda
Tvær fasteignasölur höfðu metið verðið á byggingarreitnum á Hlíðarendalóðinni út frá möguleikum til íbúabyggðar, atvinnuhúsnæðis eða fyrir hótelrekstur en annar
fasteignasalinn taldi að hver byggingarfermetri væri metinn á 93.000 krónur á meðan önnur fasteignasala mat fermeterinn á 70.000 krónur.
Reykjavíkurborg seldi lóðina hinsvegar á 700 milljónir króna sem samsvarar aðeins 40.000 krónur á hvern fermeter sem er helmingi lægra en verðmatið
frá fasteignasölunum tveimur.
Hrólfur Jónsson sagði í frétt ruv.is í september í fyrra að hann teldi að borgin hafi ekki séð ástæðu
til þess að styðjast við verðmat lóðarinnar með tilliti til hótelsreksturs þrátt fyrir að vitað var að þarna væri gert ráð fyrir hóteli.


1. apríl 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur náð samkomulagi við írsku flugvélaleiguna AerCap um leigu á tólf Airbus-þotum, 10 þotum úr A320neo fjölskyldunni og tveimur breiðþotum af gerðinni Airbus A330neo

13. apríl 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út hæstu sekt sem gefin hefur verið út á hendur flugdólgi sem nemur alls 10,5 milljónum króna.

16. maí 2022
|
Brasilísk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað þeim flugrekstaraðilum, sem hafa Embraer E175 þotur í flota sínum, að framkvæma skoðanir á vænglingum („winglets“) og athuga með sprungur í þeim í kjölfar

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm