flugfréttir

Snarpir sviptivindar enn vandamál á nýja flugvellinum á St. Helena

- Ein afskekktasta eyja heims óskar eftir flugþjónustuaðila

9. desember 2016

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

Boeing 737-800 þota Comair á flugvellinum í St. Helena

Landsstjórnin á eyjunni St. Helena leitar nú að þjónustuaðila til að koma til eyjarinnar og sjá um flugvallarþjónustu á hinum nýja flugvelli sem reistur hefur verið þar þrátt fyrir að ekki sé búið að finna lausn við þeim gríðarlegu sviptivindum sem ríkja í nágrenni vallarins.

St. Helena er ein afskekktasta eyja heims sem staðsett er út í miðju Atlantshafi milli Suður-Ameríku og Afríku en 1.857 kílómetrar eru í næsta meginland sem er Angóla í Afríku og þá eru 2.400 kílómetrar í næsta varaflugvöll sem er flugvöllurinn í Windhoek í Namibíu.

Tvö flugfélög ætluðu að hefja flug til St. Helena á þessu ári en bæði félögin hafa sett flugið á hilluna en flugmenn á Boeing 737-800 þotu frá Comair í Suður-Afríku sögðust sjaldan hafa upplifað eins mikið „wind shear“ og þegar þeir flugu tilraunaflug til eyjanna til að gera úttekt á lendingarskilyrðum.

Þrátt fyrir þetta vandamál leitar heimastjórnin að flugvallarþjónustuaðila til að sjá um að annast afgreiðslu á flugvélum á flugvellinum sem stendur með fjallshlíð á aðra hönd og þverhnípi niður í sjóinn hinum megin sem hefur gert aðstæður til lendingar mjög erfiðar.

Séð yfir flugbrautina á St. Helena

„Allir aðilar sem koma að rekstri flugvallarins eru nú að vinna hörðum höndum að því að finna lausn á vandamálinu með sviptivindana í aðfluginu en að finna réttu lausnina gæti tekið tíma. Öryggið verður alltaf í fyrirrúmi“, segir í yfirlýsingu frá flugvellinum.

Búið er að koma upp sérstökum veðurathugunarbúnaði til að fylgjast með veðurskilyrðum við flugbraut 02 á flugvellinum en niðurstöðurnar hafa verið notaðar til að búa til myndrænt reiknilíkan til að átta sig á því hvernig sviptivindar hafa áhrif á hverja flugvélartegund fyrir sig en ennþá á eftir að finna lausn á aðfluginu að braut 20 sem er öllu verri.

Stefnt er á að hægt verði að koma á a.m.k. einu flugi í viku milli St. Helena og meginlands Afríku og er því byrjað að leita að aðila sem gæti þjónustað vélarnar á vellinum þegar búið verður að leysa vandamálið með „wind shear“.

Flugstöðin á flugvellinum á St. Helena

Meðal þeirra véla sem hafa nú þegar náð að lenda á flugvellinum eru Avro RJ100 sem lenti á dögunum vegna stuttrar tækniskoðunar á leið sinni til Chile en sú vél náði að lenda í fyrstu tilraun á meðan önnur Bombardier Challanger einkaþota þurfti að gera nokkrar tilraunir í sumar áður en hún gat lent.

Embraer-þota hefur nýlokið við 3 daga prófanir

Embraer ERJ-190 þota frá Embraer Commercial Aviation lenti einnig á St. Helena þann 30. nóvember sl. eftir flug frá Recife í Brasilíu en vélin var við prófanir þar í 3 sólarhringa þar sem vélin tók mörg tilraunaflugtök og lendingar í rannsóknarskyni til að kanna aðstæður á flugvellinum.

Myndband af Embraer-þotunni í flugvallarprófunum



Vélin prófaði einnig nokkrar brottfararleiðir í samstarfi við flugumferðarstjórnina sem veitti þeim upplýsingar um veðurskilyrði auk fleiri upplýsinga á hverjum tímapunkti.

Framkvæmdir við flugvöllinn í St. Helena kostaði eyjaskeggja og breska skattgreiðendur um 39 milljarða króna og hafa sumir spurt sig hvers vegna ekki voru kannaðar aðstæður fyrst gagnvart sviptivindum áður en byrjað var að smíða flugvöllinn.

Chris Pickard, yfirmaður ferðamála á St. Helena, segir að nokkur flugfélag hafi nú sýnt því áhuga á að fljúga til eyjunnar en vonast er til þess að þau geri upp hug sinn eftir áramót og að þau fyrstu geti hafið áætlunarflug árið 2017 en þess má geta að aldrei áður hefur verið hægt að fljúga til eyjunnar og aðeins hægt að komast þangað með skipi.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga