flugfréttir
Hercules herflutningavél fórst á Papúa í Indónesíu
- Enginn af þeim 13 sem voru um borð komst lífs af

Lockheed C-130 Hercules herflutningavél indónesíska flughersins
Enginn komst lífs af í flugslysi í gærkvöldi í Indónesíu er herflutningavél frá indónesíska flughernum fórst í nótt í fjalllendi á eyjunni Papua.
Flugvélin, sem var af gerðinni Lockheed C-130 Hercules, fór í loftið frá flugvellinum í borginni Timika á Papua og var á leiðinni
bæjarins Wamena sem er staðsettur 230 kílómetrum austar á eyjunni í fjalllendi en vélin fórst skammt frá bænum
og átti aðeins nokkra kílómetra eftir.
Vélin brotlenti um klukkan 23:15 að íslenskum tíma og fór björgunarlið á staðinn og er þegar búið að finna flak vélarinnar en
þá hafa einnig fundist lík fórnarlambanna og hafa þau verið flutt til Wamena.

Vélin fórst klukkan 23:15 að íslenskum tíma í gærkvöldi
Um borð í vélinni voru þrír flugmenn og tíu hermenn og var flugvélin að flytja matvæli frá Timika til Wamena
er slysið átti sér stað en talið er að slæmt veður hafi átt sinn hlut að orsök slyssins.
Flugsamgöngur á Papua er í mörgum tilfellum eini fararmátinn á eyjunni þar sem vegakerfi milli bæjarfélaga er
mjög bágborið en flugfloti indónesíska flughersins er komin til ára sinna gamall og þá hefur herinní landinu skort
fé til að halda flotanum við.
Myndir:


4. apríl 2018
|
Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

6. apríl 2018
|
Tveir létust í flugslysi sl. mánudag á flugvellinum í Marion í Indiana í Bandaríkjunum er tvær flugvélar rákust saman á flugbraut vallarins.

19. febrúar 2018
|
Framkvæmdir eru loksins að fara að hefjast á nýjum flugvelli í Mumbai, tveimur áratugum eftir að fyrst var lögð fram tillaga um nýjan flugvöll fyrir fjölmennustu borg Indlands.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.