flugfréttir

Boeing 787 flaug aftur í tímann: Fór í loftið á nýársdag en lenti á gamlársdag

3. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Dreamliner-þota United Airlines fór í loftið á nýársdag frá Shanghai en lenti á gamlárdag í San Francisco

Það hljómar frekar undarlega þegar sagt er að flugvél hafi farið í loftið á nýársdag en lent aftur 10 tímum síðar á gamlársdag.

Segja má að farþegaþota af gerðinni Boeing 787-9 frá United Airlines hafi flogið aftur í tímann þegar hún fór í loftið frá Pudong-flugvellinum í Shanghai en þegar vélin lenti í San Francisco var ennþá gamlárskvöld.

Ástæðan er tímamismunurinn en vélin flaug yfir Kyrrahafið og yfir tímalínuna og inn í „gærdaginn“ og var enn 31. desember í Kaliforníu þegar vélin lenti.

Brottför frá Shanghai var kl. 00:15 á nýársdag en þá var klukkan 8:15 að morgni í San Francisco á gamlársdag en vélin lenti þar 10 klukkutímum og 3 mínútum síðar eða klukkan 18:34 að staðartíma en þá var 5 og hálf klukkustund eftir af árinu 2016.

Þessi tíðindi hafa vakið þónokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag enda svo sannarlega undarlegt að hægt sé að fljúga frá árinu 2017 og aftur til ársins 2016.

Þess má geta að 16 klukkutíma munur er á Shanghai og San Francisco.  fréttir af handahófi

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Kona sem faldi sig á First Class olli 3 tíma seinkun á flugi

5. nóvember 2020

|

Þriggja tíma seinkun varð á flugi hjá American Airlines sl. föstudag frá Dallas til Miami eftir að kona á almennu farrými ákvað að fela sig um borð í flugvélinni á fyrsta farrými til þess að sitja með

Rangar hraðaupplýsingar vegna lirfa í stemmuröri

13. nóvember 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak á flugvellinum í Doncaster Sheffield á Englandi eftir að misvísandi upplýsingar um hraða vélarinnar gerðu vart við

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00