flugfréttir
Dagur: „Landhelgisgæslan betur í stakk búin til að sinna sjúkraflugi en Mýflug“
- Undrast að gæslan búi yfir flugvél sem þoli meiri hliðarvind

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tekur til máls á borgarstjórnarfundi í gær
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur að réttast væri að athuga hvort að Landhelgisgæslan eigi ekki að taka alfarið að sér sjúkraflug á landinu en þetta var meðal þess sem hann kom inn á er hann nefndi sjúkraflug í máli sínu á borgarstjórnarfundi í gær er tillaga Framsóknar og flugvallarvina var lögð fram um tímabundna opnun á 06/24 brautinni.
Dagur sagði m.a. að hann hefði sjálfur rætt við Landhelgisgæsluna varðandi tvö tilvik sem komu upp milli jóla og nýárs
þar sem sjúkraflugvél á vegum Mýflugs gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli með veika sjúklinga vegna veðurs en Dagur segir
að Landhelgisgæslan hafi tjáð honum að í báðum tilvikunum hefðu þeir geta farið og sótt sjúklingana ef þeir hefðu fengið beiðni um það.
„Það var auðvitað ókyrrðar- og óveðursviðvörun yfir öllu landinu og alveg hægt að spyrja sig hvort að
í þessu tilviku og í fleiri tilvikum hafi ekki verið hægt að kalla til Landhelgisgæsluna og athuga hvort þeir væru í betri færum
til að flytja viðkomandi sjúkling. - Ég átti samtal við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag sem staðfesti að í engum af þeim tilvikum
sem hafa verið í fjölmiðlaumræðunni að undanförnu hafi verið leitað til Landhelgisgæslunnar“, segir Dagur.

Super King Air sjúkraflugvél Mýflugs í aðflugi að braut 19
þann 29. desember sl.
„Landhelgisgæslan hafði hinsvegar farið yfir þetta Hornavíkurmál, eða Hafnar í Hornafirði-mál, og það er alveg afdráttarlaust að þyrla hefði getað sótt viðkomandi sjúkling auðveldlega og hugsanlega hefði líka verið hægt að lenda í Reykjavík ef farið hefði verið af stað
og hinkrað og beðið færis“, segir Dagur.
“Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ábyrgðaraðila sjúkraflugs og velferðarráðuneytisins að fara yfir tilvik eins og þetta og þá
sérstakega þegar líður að því að sjúkraflugið þurfi að bjóða út“.
Dagur segir að það veki athygli að Landhelgisgæslan skuli búa yfir flugvél sem þolir meiri hliðarvind heldur en sú vél sem notuð er
í sjúkraflugi af hálfu Mýflugs.
Telur marga fara of geyst með umræður um neyðarbrautina og sjúkraflug
„Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent löggjöfunum á það að það hljóti að koma til skoðunar hvort að Landhelgisgæslan eigi
ekki að sinna öllu sjúkraflugi, bæði á þyrlum og flugvélum, og svo ekki sé minnst á þá umræðu að þyrla sé staðsett
líka á Akureyri og sjúkravél í Reykjavík, hinumegin hálendisins, sem myndi nýtast á móti sjúkravélunum á Akureyri“, segir Dagur.
„En eins og einhver Ísfirðingur gæti
sagt þá hafa verið teknar bísna stórar ákvarðanir sem varða nýtingu einstakra valla og færi til sjúkraflugs á síðustu árum - og þessi er ekki dramatískur“, segir Dagur orðrétt í máli sínu á fundinum í gær.
„Áður voru sjúkravélar líka á Ísafirði og í Höfn og í Vestmanneyjum og voru þar á vakt en það var ákveðið að færa þær norður
en þá var ekki einu sinni reiknaður út nýtingarstuðull fyrir þessa flugvelli á landsbyggðinni“.
„Ef það væri í beinni útsendingu á Facebook í hvert einasta skipti sem ekki væri flugfært frá Ísafirði og til Ísafjarðar þá held ég að þær
útsendingar yrðu nú bísna drjúgar yfir vetrartímann eins og veðrið hefur verið“.
„Og það sama á við aðra landsbyggðarvelli
þar sem ekki eru lengur sjúkravélar“, segir Dagur sem tekur fram að honum finnist margir fari ansi geyst í því að tala um neyðarbrautina
sem væri hægt að mæta með þriðju brautina í Keflavík.


5. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis verður með opið hús, laugardaginn 7. apríl næskomandi kl. 12 - 14, þar sem gestir geta kynnt sér alþjóðlegt flugvirkjanám og atvinnuflugnám í fremstu röð.

6. apríl 2018
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa framlengt og uppfært viðvörun gagnvart flugi yfir Sinaí-skagann í Eygptalandi um eitt ár til viðbótar.

13. apríl 2018
|
Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að Airbus A380 risaþotan hafi töluverða yfirburði yfir tveggja hreyfla þotur og segir Clark að risaþotan nái að uppfylla kröfur sem engin önnur þota gæti náð að u

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.