flugfréttir
Myndband: Boeing 737 MAX í prófunum á votri flugbraut

Prófanirnar, sem kallast „water spray testing“ fóru fram í Glasgow í Montana sl. sumar
Flestar flugvélar þurfa að geta þolað blautar flugbrautir en meðal þeirra fjölmörgu prófanna sem nýjar þotur þurfa að ganga í gegnum eru tilraunir með flugtak og lendingu á votri flugbraut.
Boeing hefur birt áhugavert myndband sem sýnir frá tilraun sem fram fór í júlí sl. sumar þar sem einni
af hinum nýju Boeing 737 MAX tilraunavélum var látin fara gegnum stóran poll á flugbraut
á sambærilegum hraða og tíðkast í flugtaki.
Frauðkubbum var komið fyrir á tilteknum hluta á flugbraut í tengslum við prófanirnar og voru
slökkviliðsbílar fengnir til að fylla svæðið af vatni en yfir 11 þúsund lítrar af vatni fóru á brautina fyrir þessar
prófanir.

Yfir 11.000 lítrum af vatni var sprautað á brautina til að líkja eftir aðstæðum sem koma upp þegar gerir mikið úrhelli
Tilraunateymi Boeing þarf að sjá til þess að vatnselgurinn fari ekki á þá hluta vélarinnar sem vatnið á ekki að snerta og auk þess er vandlega fylgst með áhrifum sem gusugangurinn hafði á hjólarými en vatnið
má ekki hafa áhrif á búnað í hjólarýminu, leiðslur og þau kerfi sem hreyfa hjólastellin.
Þetta er í fyrsta sinn sem Boeing notast við drónatæknina þar sem fjarstýrðum flygildum með HD myndavélum var flogið til að ná tilrauninni á myndband og mátti því sjá á hægum hraða nákvæmlega hvernig vatnselgurinn myndast
og hvernig hann kastast frá vélinni er hún fer yfir vatnið.
Southwest Airlines verður fyrsta flugfélagið í heimi til að fá Boeing 737 MAX afhenta og er gert ráð fyrir
að félagið fái fyrstu vélina afhenta á þessu ári.
Myndband:


24. febrúar 2018
|
Icelandair mun frá og með október í haust fljúga daglega til Orlando og fjórum sinnum í viku til Tampa en með því mun félagið auka framboð sitt til þessara áfangastaða í Flórída í Bandaríkjunum um sam

30. janúar 2018
|
Breska flugfélagið Virgin Atlantic segir að félagið mun bæta við fjórum Airbus A330 breiðþotum í flotann í sumar vegna skorts á Trent 1000 hreyflum frá Rolls-Royce fyrir Dreamliner-þoturnar.

1. mars 2018
|
Isavia hefur tryggt sér 12,5 milljarða króna (100 milljóna evra) lán frá Fjárfestingarbanka Evrópu (EIB) en fjármagnið verður nýtt til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og til afkastaaukningar á Ke

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.