flugfréttir
Finnair mun hefja millilandaflug frá Lapplandi

Airbus A320 þota Finnair á flugvellinum í Kittilä
Finnair ætlar að hefja millilandaflug frá Lapplandi fyrir lok þessa árs og verður flogið bæði frá Kittilä og Ivalo.
Finnair mun fljúga frá Kittilä til Zurich, Frankfurt og til Parísar með Airbus A320 og A321 þotum og frá Ivalo
verður flogið til London Gatwick en flogið verður frá miðjum desember 2017 fram til mars árið 2018.
Þá ætlar Finnair einnig að fjölga flugferðum til Lapplands í innanlandsflugi í Finnlandi næsta vetur vegna aukinna vinsælda
meðal ferðamanna.
Finnair ætlar sér því að fljúga 52 flugferðir á viku milli Helsinki og áfangastaða í Lapplandi næsta vetur sem verður 18% aukning m.a.v.
veturinn 2016-2017.


13. mars 2018
|
Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa fyrirskipað tveimur indverskum flugfélögum að kyrrsetja ellefu nýjar Airbus A320neo þotur.

24. mars 2018
|
Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

6. febrúar 2018
|
Aeroflot hefur lagt inn pöntun í 50 rússneskar farþegaþotur af gerðinni Irkut MC-21 en samningurinn var undirritaður þann 1. febrúar og verða vélarnar teknar á leigu frá Rostec Corporation.

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.