flugfréttir
Juneyao Airlines mun taka allt að 10 Dreamliner-þotur

Tölvugerð mynd af Boeing 787-9 í litum Juneyao Airlines
Kínverska flugfélagið Juneyao Airlines ætlar að leggja inn pöntun í allt að tíu Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9.
Dreamliner-vélarnar munu verða fyrstu breiðþotur flugfélagsins sem hefur í dag eingöngu Airbus A320 og A321
þotur í flotanum.
Juneyao Airlines segir í fréttatilkynningu að félagið hafi fengið samþykki frá stjórn félagsins til að leggja inn staðfesta
pöntun í fimm Dreamliner-vélar sem verða afhentar frá árinu 2018 til 2019 með möguleika á fimm til viðbótar
sem yrðu þá afhentar frá 2019 til ársins 2020.
Flugfélagið mun fjármagna kaupin með blöndu af rekstrartekjum, bankalánum og öðrum fjármagnsleiðum en félagið
mun nota vélarnar til að styrkja leiðarkerfi sitt í samkeppni við önnur félög.
Juneyao Airlines sinnur aðallega innanlandsflugi í Kína en félagið flýgur einnig til Japans, Suður-Kóreu og til Tælands.


7. febrúar 2018
|
Boeing hefur tilkynnt að búið sé að ljúka við hönnun á Boeing 737 MAX 10 þotunni sem verður lengsta 737 MAX þotan.

29. janúar 2018
|
Laumufarþega-amman, Marilyn Hartman, er komin aftur á kreik en hún hefur tvisvar í janúar reynt að fara um borð í flug án þess að hafa neitt í höndunum en á undarlegan hátt hefur henni tekist að laum

28. febrúar 2018
|
Norwegian ætlar sér að verða fyrsta flugfélagið í heimi til að tengja Suður-Ameríku og suðausturhluta Asíu með reglubundnu farþegaflugi með viðkomu í Ástralíu og myndi flugleiðin liggja mjög nálægt S

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.