flugfréttir

Skoskur flugvöllur hættir með vopna- og öryggisleit

- Fyrsta breska áætlunarflugið í 50 ár án öryggisleitar

31. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Flugvöllurinn í Campbeltown er lítill og vinalegur

Sögulegur viðburður átti sér stað í flugmálum í Bretlandi í gær þegar skoskur flugvöllur hætti með öryggisleit og geta farþegar því gengið beint um borð án þess að leitað sé á þeim og í farangri.

Það er flugvöllurinn í Campbeltown í suðvesturhluta Skotlands sem hefur tekið það skref að hætta með öryggisleit en klukkan 9:00 í gærmorgun hóf sig á loft fyrsta áætlunarflugið sem flogið hefur verið í yfir 50 ár frá breskum flugvelli þar sem farþegar fóru um borð án öryggisleitar.

Um var að ræða flug á vegum Loganair, flug 6844, frá Campbeltown til Glasgow en um borð í vélinni voru 15 farþegar.

Loganair flýgur með Twin Otter vélum frá Campbeltown til Glasgow

Þrátt fyrir það þá mega farþegar ekki fara um borð með oddhvassa hluti, skotvopn eða yfir 100 ml af vökva en farþegar lýstu því yfir munnlega að þeir höfðu ekkert slíkt í fórum sínum.

„Þessar nýju reglugerðir hafa verið samþykktar af samgönguráðuneyti Bretlands og flugmálayfirvöldum þrátt fyrir það verður séð til þess að öryggi um borð sé í forgangi“, segir í yfirlýsingu frá Highlands and Islands Airports Ltd (HIAL) sem sér um flugvallarekstur á flugvellinum í Campbeltown.

Sitt sýnist hverjum um afnám öryggisleitarinnar

Ekki eru þó allir sammála því hversu gáfulegt sé að afnema öryggisleit á flugvellinum skoska þar sem það gæti boðið hættunni heim og aukið líkur á hryðjuverkum.

Innritunin á Campbeltown-flugvellinum

„Þrátt fyrir að þarna sé um að ræða litlar flugvélar þá breytir það því ekki að flugleiðin t.a.m. til Glasgow liggur yfir olíuhreinsistöðvar, kjarnorkuver og önnur mannvirki sem gætu verið skotmörk ef einhver tekur yfir stjórn vélarinnar“, segir David Avery hjá stéttarfélaginu Prospect.

Framkvæmdarstjóri Loganair segir að flugfélagið fljúgi mikið frá bæjum þar sem allir þekkja alla og flestir farþegar eru að nýta sér flugið mjög reglulega líkt og um rútubifreið væri að ræða.

Philip Baum, sérfræðingur í öryggismálum á flugvöllum, segir að þessar aðgerðir þurfi ekki að draga úr öryggi þar sem kúnnahópurinn eru þekktur í bænum og auðvelt sé að koma auga á aðkomumann og taka hann sérstaklega fyrir ef hann þykir grunsamlegur.

Í flestum tilvikum eru það sömu farþegarnir sem fljúga frá Campbeltown til Glasgow

„Hefðbundin öryggisleit þar sem notast er við sömu rútínuna aftur og aftur er oft sú leið sem fer úrskeiðis. Það þarf ekki alltaf að nota gegnumlýsingartæki til að framfylgja öryggi farþegar og hvar er betra að gera tilraun á þessu en í svona litlum bæ“, segir Baum.

Hinsvegar þurfa farþegar, sem lenda í Glasgow eftir flug frá Campbeltown og ætlar sér að halda áfram með tengiflugi, að fara í gegnum öryggisleit á flugvelinum í Glasgow þar sem ekki var leitað á þeim fyrir brottför.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga