flugfréttir
Flugvirkjar settu óvart vitlausan gagnagrunn í flugtölvuna
- Flug BA001 komst ekki áfram frá Írlandi til Ameríku

Vélin var á leið frá London City til New York sl. föstudag þegar í ljós kom að ekki var hægt að halda fluginu áfram eftir viðkomu á Írlandi
Farþegar um borð í Airbus A318 þotu frá British Airways urðu strandaglópar á Írlandi þar sem vélin gat ekki flogið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna þar sem flugvirkjar félagsins höfðu óvart uppfært flugtölvu vélarinnar með röngum gagnagrunni.
Um var að ræða flug BA1 sem er viðskiptaflug British Airways frá London City til JFK í New York
sem flogið er með Airbus A318 sem hefur vanalega viðkomu á Shannon til að taka eldsneyti
fyrir flugið yfir Atlantshafið.
Af einhverjum ástæðum töldu flugvirkjarnir að vélin væri að fara fljúga til Evrópu þar
sem Airbus A318 þotan er minnsta vélin sem Airbus framleiðir en British
Airways hefur tvær slíkar í flotanum sem aðeins eru notaðar í flugið milli London City
og New York.

Airbus A318 þota British Airways í flugtaki á flugvellinum í London City
Um helgina þegar vélin lenti á Shannon til að taka eldsneyti uppgötvuðu flugmennirnir
að flugtölva vélarinnar (FMGC) bauð ekki upp á að stimpla inn leiðina til Bandaríkjanna
þar sem gagnagrunnurinn hafði verið uppfærður aðeins fyrir flugleiðir innan Evrópu.
Gerð var tilraun til að sækja nýjan gagnagrunn en án árangurs sem endaði með því
að vélin var föst á Írlandi þar sem hún gat heldur ekki flogið til baka þar sem of mikið eldsneyti var um borð sem gerir hana of þunga til að lenda á þeirri stuttu flugbraut sem er á London City.
British Airways þurfti að útvega farþegum gistingu í írska bænum Limerick og var fluginu
frestað til næsta dags.


20. febrúar 2018
|
Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

3. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis hefur fengið tvær nýjar kennsluvélar í flotann sem eru af gerðinni Diamond DA40 en vélarnar komu hingað til lands í lok mars.

14. febrúar 2018
|
Delta Air Lines hefur lýst því yfir að flugfélagið hafi áhuga á að panta Boeing 797 þotuna sem fyrirhugað er að fara í framleiðslu á næstu árum.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.