flugfréttir

C919 þotan verður gerð eins hljóðbær og mögulegt er

20. febrúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:51

Fyrsta C919 tilraunaþotan

COMAC flugvélaframleiðandinn kínverski hefur lagt mikinn metnað í að sjá til þess að hávaði um borð í nýju C919 þotunni verði eins lítill og mögulegt er til að tryggja þægindi meðal farþega.

Sérstök úttekt á hljóðstyrk um borð í C919 vélunum hefur farið fram og er verið að rannsaka hversu mikill hávaði er í farþegarými um borð í vélunum sem eiga að koma á markað árið 2019.

Xu Kangle starfar við hljóðmælingar á vegum Shanghai Aircraft Design and Research Institute sem er stofnun á vegum Commercial Aircraft Corporation of China (COMAC) sem framleiðir C919 þotuna.

Xu Kangle er hljóðverkfræðingur og segir hann að fagið sé mjög sérhæft sem krefjist útsjónarsemi og kunnáttu á sviði stærðfræði og eðlisfræði.

Xu Kangle mælir hávaðann um borð í C919 þotunni

Kangle hefur þurft að afla sér kunnáttu frá sérfræðingum erlendis til að tileinka sér þau hljóð sem flugvélar gefa frá sér til að meta hljóðstyrk og áhrif frá þeim á farþega en starfið fellst einnig í að mæla hávaðann að utan sem hefur áhrif á fólk á flugvöllum og þá sem búa í nágrenni flugvalla.

C919 þoturnar koma með LEAP-1C hreyflum frá CFM International sem uppfylla nútímastaðla er kemur að hávaða á flugvöllum og losun kolefna út í andrúmsloftið en einangrun og hönnun farþegarýmisins hefur einnig áhrif á hversu hljóbær vélin er að innan.

Hefur starfað í flugvélaiðnaðinum í 30 ár

Ma Sai er einn af þeim yfirmönnum sem kemur að framleiðslunni á C919 þotunni í Shanghai en hann hefur starfað við flugvélaiðnaðinn í meira en 30 ár.

Sai segir að það hafi aldrei átt vel við hann að sitja við skrifborð en hann hefur kosið að starfa frekar á vettfangi þar sem hlutirnir gerast til að hjálpa við að finna lausn á vandamálum.

Farþegarýmið um borð í C919 þotunni

„Ég held að aðalmálið við að finna lausnir sem yfirmaður sé að vera á staðnum alla daga. Það er eina leiðin til að vinna að vandamálum sem koma upp í framleiðslunni“, segir Sai.

Ma Sai vonast til þess að hann muni starfa enn hjá COMAC þegar framleiðsla á fyrirhugaðri breiðþotu hefst en hann mun á næstu árum láta af störfum sökum aldurs.

„Ég yrði mjög ánægður ef ég fengi að taka þátt í framleiðslu á þremur mismunandi farþegaþotum á mínum ferli“, segir Sai.

COMAC stefnir á að framleiða breiðþotu í samstarfi við Rússa sem mun koma á markaðinn innan 10 ára en þróun vélarinnar mun fara fram í Moskvu á meðan samsetningin mun eiga sér stað í Shanghai.

COMAC áætlar að jómfrúarflug C919 þotunnar muni eiga sér stað á fyrri helming þessa árs en nákvæm dagsetning hefur ekki verið gefin út ennþá.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga