flugfréttir
Viðgerðum á stærsta loftfari heims lokið
- Airlander 10 er tilbúið að hefja tilraunaflug að nýju

Loftfarið Airlander 10
Airlander 10, stærsta loftfar í heimi, er tilbúið að hefja flug að nýju eftir óhapp sem átti sér stað í ágúst í fyrra þegar loftfarið brotlenti á Carlington-flugvellinum í Bretlandi í sínu öðru tilraunaflugi.
Hybrid Air Vehicrles, framleiðandi loftfarsins, segir að búið sé að gera við skemmdir
sem urðu á stjórnklefa loftfarsins og sé skipið nú tilbúið að fara aftur í flugprófanir.
Búið er að koma fyrir stjórntækjum um borð í stjórnklefann en þau voru fjarlægð þar
sem lagfæra þurfti burðargrindina sem skemmdist í brotlendingunni sem gerðist þó
frekar „mjúklega“ á hægum hraða.
Búið er að komast að því hvað olli brotlendingunni og er búið að fyrirbyggja að slíkt
geti átt sér stað aftur með viðeigandi aðgerðum með því að breyta verklagsaðferðum.

Airlander 10 brotlenti í ágúst 2016
Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær Airlander 10 mun hefja sig á loft að nýju en það
verður tilkynnt á næstunni.
Fyrirtækið Hybrid Air Vehicles ætlar sér að smíða allt að 10 loftför árlega árið 2021 en loftfarið getur flogið í allt að 5 daga án þess að lenda.


5. febrúar 2018
|
Svo virðist sem að fjör sé að færast í leikinn í lágfargjaldaflugi í Argentínu en nýtt lágfargjaldafélag þar í landi flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug.

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

9. apríl 2018
|
Um 260.000 farþegar flugu með Icelandair í marsmánuði sem er 4 prósenta aukning frá því í mars 2017 þegar 248 þúsund farþegar flugu með félaginu.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.