flugfréttir
Sjö farþegar stóðu á ganginum í yfirbókaðri vél
- Vildu ekki snúa við þar sem það krafðist þess að losa sig við eldsneyti

Boeing 777 þota Pakistan International Airlines (PIA)
Rannsókn stendur yfir á því hvers vegna sjö farþegum var hleypt um borð í farþegaþotu frá pakistanska flugfélaginu Pakistan International (PIA) þrátt fyrir að vélin var yfirbókuð en farþegarnir voru látnir standa um borð á göngum vélarinnar í þriggja tíma flugi.
Atvikið átti sér stað þann 20. janúar sl. er þotan, sem er af gerðinni Boeing 777-200, flaug frá Karachi til borgarinnar Medina
í Sádí-Arabíu en um borð eru sæti fyrir 409 farþega en 416 farþegar voru um borð
í vélinni.
Upp komst um atvikið nú nýlega en fjölmiðlar í Pakistan segja að stjórn flugfélagsins
pakistanska hafi ekki litið atvikið alvarlegum augum þar sem ekki var gripið til aðgerða í kjölfar þess.
Mjög alvarleg staða hefði komið upp ef neyðartilvik hefði átt sér stað auk þess sem
sérfræðingar segja að ekki hefui verið til súrefnisgrímur fyrir farþegana sjö ef loftþrýstingur um borð hefði fallið niður.
Fram kemur að starfsfólk PIA hafi gefið út handskrifuð brottfararspjöld fyrir aukafarþegana
sjö og hleypt þeim um borð en flugfreyjur urðu varar við að ekki voru nóg sæti fyrir
alla þegar búið var að aftengja landgang.
Flugstjórinn segist ekki hafa heyrt af vandamálinu fyrr en eftir flugtak
og vildi hann ekki snúa við þar sem það hefði þýtt að vélin hefði þurft
að losa sig við mikið magn af eldsneyti fyrst sem er ekki vél séð af stjórn
flugfélagsins.
Talsmaður PIA segir að atvikið sé nú til skoðunar hjá stjórn félagsins og verði
gripið til aðgerða þegar komist verður af því hver það er sem var ábyrgur
fyrir þessu máli.


8. mars 2018
|
Air India hefur fengið leyfi frá yfirvöldum í Sádí-Arabíu til þess að fljúga í gegnum sádírabíska lofthelgi og með því mun flugfélagið indverska geta hafið beint flug til Tel Aviv frá Delhi.

4. febrúar 2018
|
AeroMexico mun hætta með Boeing 777 þoturnar á næstu dögum og verður síðasta flugið með vélunum flogið síðar í mánuðinum.

3. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis hefur fengið tvær nýjar kennsluvélar í flotann sem eru af gerðinni Diamond DA40 en vélarnar komu hingað til lands í lok mars.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

24. apríl 2018
|
Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.