flugfréttir

Boeing birtir fyrstu myndina af Boeing 737 MAX 10

- Randy Tinseth og John Leahy tókust á um 737 MAX og A321neo

7. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:32

Tölvugerð mynd af Boeing 737 MAX 10 sem yrði lengsta MAX þotan

Boeing birti í gær fyrstu myndirnar sem sýna hvernig Boeing 737 MAX 10 mun koma til með að líta út ef sú vél fer í framleiðslu.

Ekki er enn búið að staðfesta hvort Boeing 737 MAX 10 verði hrynt í framkvæmd en ef af verður þá yrði vélin lengsta útgáfa af Boeing 737 sem smíðuð hefur verið frá upphafi framleiðslu.

Í dag er Boeing 737-900ER lengsta Boeing 737 vélin á markaðnum en hún er 42.1 meter á lengd en 737 MAX 9 er 10 sentimetrum lengri, eða 42.2 metrar.

Boeing 737 MAX 10 yrði 43.8 metrar á lengd eða 1.68 metrum lengri en 737 MAX 9 en Boeing byrjaði að kynna þessa vél fyrir flugfélögum í desember 2016 og segir Randy Tinseth, markaðsstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, að nú þegar hafi mörg flugfélög sýnt þessari vél áhuga.

Randy Tinseth hjá Boeing (til vinstri) og John Leahy hjá Airbus (til hægri)

Randy Tinseth hélt ræðu um Boeing 737 MAX 10 á ISTAT Americas (International Society of Transport Aircraft Trading) ráðstefnunni í San Diego en skömmu áður steig John Leahy, sölustjóri Airbus, í pontu og nýtti sér tækifærið til að fara yfir kosti Airbus A321neo þotunnar í samanburði við Boeing 737 MAX.

Airbus óttast ekki Boeing 737 MAX 10

John Leahy benti á að Boeing 737 MAX 10 myndi aldrei komast með tærnar þar sem Airbus A321neo hefði hælana og þá benti hann á að Airbus hafi fengið þrisvar sinnum fleiri pantanir í Airbus A321neo sem hefur verið pöntuð í 1,384 eintökum á meðan Boeing hefur fengið pantanir í 418 eintök af Boeing 737 MAX 9.

„Við erum alls ekki með neinar áhyggjur yfir því að þessi flugvél [Boeing 737 MAX 10] sé að fara ná eitthvað langt“, sagði Leahy.

Boeing mun mögulega kynna 737 MAX 10 formlega til leiks á þessu ári

Tinseth svaraði fyrir Boeing eftir ræðu Leahy þar sem hann sagði að A321neo tæki tíu fleiri farþega en 737 MAX 10 og yrði 38 sentimetrum lengri sem dugar varla fyrir tíu sætum til viðbótar.

Þá benti Tinseth einnig á að 737 MAX 10 yrði hagstæðari fyrir flugfélögin þar sem vélin mun koma til með að verða allt að 3 tonnum léttari en Airbus A321neo.

Svo gæti farið að Boeing muni formlega kynna Boeing 737 MAX 10 til leiks á þessu ári og hefja framleiðslu á vélinni sem yrði því fjórða Boeing 737 MAX vélin.

Tinseth segir að Boeing 737 MAX 10 yrði sparneytnasta og hagstæðasta farþegaþota heims í flokki þeirra sem koma með einum gangi (single-aisle) og þá yrði vélin allt að 5% hagstæðari í rekstri á hvert sæti samanborið við Airbus A321neo.

Tinseth segir að Boeing 737 MAX 10 getur tekið 230 farþega á einu farrými eða 189 á tveimur farrýmum á meðan Airbus A321neo mun koma með sæti fyrir 193 farþega.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga