flugfréttir

Svona leit einkaþotan út eftir að hafa mætt A380 frá Emirates

- Snérist í allt að 5 hringi og steyptist niður um 10.000 fet

21. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Mynd sem birt var í dag sem sýnir farþegarýmið í Challenger einkaþotunni eftir atvikið sem átti sér stað þann 7. janúar á þessu ári

Svona var umhorfs í einkaþotu eftir að hún flaug inn í slóða frá Airbus A380 risaþotu með þeim afleiðingum að hún snérist þrjár hringi í háloftunum og steyptist niður um 10.000 fet áður en flugmennirnir náðu aftur stjórninni.

Einkaþotan, sem var af gerðinni Challenger 604, var í 34.000 fetum yfir Indlandshafi á leið frá Malé á Maldívíeyjum á leið til Abu Dhabi þann 7. janúar sl. þegar hún mætti Airbus A380 risaþotu frá Emirates sem fór framhjá fyrir ofan hana í 35.000 fetum með 1.000 feta lóðréttum aðskilnaði á leið sinni frá Dubai til Sydney.

Um 2 mínútum eftir að vélarnar höfðu mæst misstu flugmennirnir á Challenger-einkaþotunni stjórn á vélinni tímabundið eftir að hún kastaðist til og snérist í a.m.k. þrjá hringi er hún flaug inn í flugröst („wake turbulance“) frá risaþotunni.

Einkaþotan snérist í 3-5 hringi skömmu eftir að hún mætti Airbus A380
risaþotu frá Emirates

Flugmennirnir náðu aftur stjórn á einkaþotunni eftir að hún hafði misst hæð og fallið niður um 10.000 fet.

Níu farþegar voru um borð auk flugmannanna og slösuðust nokkrir um borð í atvikinu en flugmennirnir ákváðu að lenda í Muscat í Oman þar sem vélin lenti 3:30 klukkustund eftir að hún mætti Airbus A380 þotunni.

Flugmennirnir slökktu á öðrum hreyfli þotunnar þar sem hann var við það að brenna yfir en hann var endurræstur síðar. Þá varð burðarvirki einkaþotunnar fyrir miklu álagi sökum þeirrar þyngdarhröðunnar sem átti sér stað er hún missti hæð sem var mun meiri höðun en vélin þolir samkvæmt framleiðanda.

Einkaþotan ónýt og verður afskráð

Í tilkynningu frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) vegna málsins kemur fram að hvirflar frá hreyflum frá þotu á borð við Airbus A380 geta varað í allt að 3 mínútur og falla þeir niður um 2 til 3 metra á sekúndu í háloftunum þar til þeir eyðast upp.

Í flestum tilvikum er hægt að varast flugröst þar sem hún er sýnileg ef flugvél skilur eftir sig slóða („contrail“) en það fer þó eftir hitastigi, daggarmarki og raka í þeirri flughæð sem hún flýgur í hverju sinni.

Challenger-einkaþotan hlaut alvarlegar skemmdir í kjölfar atviksins og hefur vélin verið afskrifuð vegna þess álags sem búkur vélarinnar varð fyrir.

Með tilkomu Airbus A380 risaþotunnar varð til ný skilgreining í þyngdarflokki þar sem „Heavy“ var stærsti flokkurinn sem flugumferðarstjórar nota til að skilgreina aðskilnað flugvéla í flugtaki og aðflugi þar sem nauðsynlegt er að taka í reikninginn þá ólgu í loftstreymi sem skapast frá hreyflum flugvéla.

Eftir að Airbus A380 risaþotan kom á markaðinn árið 2006 varð til „Super Heavy“ skilgreiningin (í sumum tilfellum „Super“) sem var skráð af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO).

Airbus A380 frá Emirates



Mynd af einkaþotunni sem um ræðir (D-AMSC)







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga