flugfréttir

„Airbus A380 var hönnuð fyrir 700 farþega en ekki til að fara í sturtu í 38.000 fetum“

- Telur að flugfélögin hafa misskilið risaþotuna A380

24. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:26

Airbus A380 risaþota Malaysia Airlines í flugtaki

Framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines telur að flugfélögin hafi misskilið risaþotua Airbus A380 og ekki notað hana í þeim tilgangi sem vélin var hönnuð fyrir.

Peter Bellew, framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines, segir að Airbus A380 sé sennilega ein magnaðasta flugvél sem framleidd hefur verið en hann telur að markaðsetning vélarinnar hafi ekki alveg tekist og flugfélög hafi misskilið tilgang vélarinnar.

„Ég held að A380 hafi ekki verið smíðuð til að koma með íbúð um borð, sturtu, bar, billjard-borði eða hvað sem það nú er allt saman“, segir Bellew.

„Ég held að mikið af þessu sé bara rugl. Vélin var hönnuð til að geta borið 600 til 700 farþega í allt að 10 klukkustundir milli stórra flugvalla sem eru að verða uppiskroppa með afgreiðslupláss. Emirates er eina flugfélagið sem hefur Airbus A380 þotur sem taka yfir 600 farþega“.

Peter Bellew, framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines

Malaysia Airlines hefur sex Airbus A380 risaþotur sem eru skráðar á dótturfélag sem mun leigja þær út fyrir Haji-flug og pílagrímaflug en félagið mun skipta þeim út fyrir Airbus A350-900 í hefðbundnu farþegaflugi fyrir lok ársins.

Malaysia Airlines ætlar að endurinnrétta A380 risaþoturnar sínar svo þær geti tekið frá 635 farþegum upp í 720 farþega á einu farrými en hægt er að breyta sætafjöldanum á nokkrum dögum í viðhaldsstöð félagsins.

Tími Airbus A380 mun koma eftir nokkur ár

„Airbus A380 var hönnuð til að geta orðið enn stærri vél sem Airbus hefur aldrei þróað áfram og ekki hefur verið tilkynnt um stærri útgáfu - Ég held að þessar risaþotur eigi eftir að fljúga um himinhvolfinn næstu 30 árin“, segir Bellew.

„En flugfélögin voru ekki alveg að ná heildarhugmyndinni - Það er mjög svalt að vera með sturtu í 38.000 fetum en er virkilega eitthvað vit í því? - Er það umhverfisvænt? - Svarið er: „Nei“ - Er það góð nýting á vélinni? - „Nei“, segir Bellew.

Economy Class í Airbus A380

Framkvæmdarstjórinn teur að Airbus A380 hafi komið of snemma á markaðinn en í framtíðinni verður plássleysi á flugvöllum alvarlegt vandamál þar sem eina lausnin verður að senda stærri þotur.

„Þegar árið 2021 gengur í garð þá verður komin enn meiri vöxtur í farþegaflugi í heiminum um allan heim með tilheyrandi þrenslum á flugvöllum og skort á fjölgun flugbrauta sem þýðir að þá mun tími A380 koma - Þá munu flugfélög þurfa að fara sparlega með lendingarplássin sín og þetta vandamál er þegar byrjað að láta á sér kræla“.

Bellow segir að þrátt fyrir að það sé ekki á döfunni að taka fleiri Airbus A380 risaþotur þá kæmi honum ekki á óvart að Malaysia Airlines muni þurfa á fleiri risaþotum að halda í framtíðinni.

London Heathrow séður úr lofti - Flugvöllurinn getur ekki bætt við sig fleiri flugfélögum eða lendingum þar sem hann er rekinn með 99.8% nýtni







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga