flugfréttir

Fyrsta Boeing 747-400 þotan nú til sýnis á Delta flugsafninu

- Flaug fyrstu 20 árin hjá Northwest og seinustu 7 árin hjá Delta

29. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:29

Fyrsta Boeing 747-400 þotan á flugi með fyrstu júmbó-þotunni yfir Seattle

Delta Air Lines vígði í gær sýningu á fyrstu Boeing 747-400 júmó-þotu í heimi sem nú er til sýnis á Delta Flight Museum safninu í Atlanta en vélin var smíðuð árið 1988.

Northwest Airlines tók við fyrsta eintakinu af Boeing 747-400 árið 1989, fyrst allra flugfélaga en þegar félagið sameinaðist rekstri Delta Air Lines árið 2009 var vélin máluð í litum Delta Air Lines og flaug hún með félaginu til 9. september árið 2015 þegar hún fór sitt síðasta flug frá Honolulu til Atlanta.

Vélin, sem ber skráninguna N401PW, flaug sitt fyrsta flug í febrúar árið 1989 eða 20 árum eftir að fyrsta júmbó-þotan flaug jómfrúarflugið sem var tilraunaþotan „City of Evrett“ sem nú er að finna á Musem of Flight safninu í Seattle.

Northwest Airlines var fyrsta flugfélagið til að fljúga Boeing 747-400

Mikil breyting var gerð á júmbó-þotunni með tilkomu Boeing 747-400 en vélin var fyrsta júmbó-þotan sem kom með stjórnklefa fyrir 2 flugmenn í stað þriggja en eftir að bandarísk flugmálayfirvöld breyttu reglugerðum sínum var ekki lengur þörf fyrir siglingafræðinginn („second officer“).

Tökkum og mælum í stjórnklefanum fækkaði um 2/3

Þá fækkaði tökkunum og mælum í stjórnklefanum um 74% með tilkomu Boeing 747-400 vélarinnar eða úr 970 tökkum og mælum niður í 365 en „second officer“ hafði helmingi fleiri mæla og takka fyrir framan sig en flugmennirnir tveir.

Stjórnklefinn á fyrstu Boeing 747-400 þotu Delta

Einnig kom 747-400 með viðbótareldsneytistanki en með því komust mörg flugfélög hjá því að lenda til að taka eldsneyti á löngum flugleiðum.

Við það fækkaði júmbó-þotunum til muna í flugvellinum í Anchorage í Alaska þar sem gert var eldsneytisstopp á flugleiðinni milli Norður-Ameríku og Asíu en Ted Stevens flugvöllurinn er þó enn umsvifamikill fraktflugvöllur þar sem margar júmbó-fraktþotur lenda daglega.

Boeing 747-400 þotan var tækniundur að vissu leyti samanborið við eldri júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-100, -200 og -300 en Boeing 747-400 kom einnig með nýrri tegund hreyfla, vænglingum („winglets“) og nýrri innréttingum og var nýstárlegri en fyrri júmbó-þoturnar.

Sérstök stigabygging var reist utan um júmbó-þotuna



Delta Flight Museum hefur útbúið sérstaka viðbyggingu með stiga fyrir gesti sem geta farið um borð í þessa fyrstu Boeing 747-400 þotu og skoðað hana hátt og lágt en sýningargestum gefst meðal annars tækifæri á því að labba út á vænginn og skoða stjórnklefann.

Gestir fá að skoða stjórnklefann en gler er haft fyrir svo ekki sé verið að setjast í sætin

Stjórnkerfi vélarinnar eru enn í gangi og er frekar heitt að fara inn í stjórnklefann þar sem mikill hiti kemur frá skjánum og hafa starfsmenn safnsins komið fyrir sérstökum viftum til að kæla stjórnklefann vegna þessa.

747-400 var vinsælasta tegundin af júmbó-þotunni

Af þeim 1.528 júmbó-þotum sem Boeing hefur smíðað frá því „City of Everett“ var kynnt til sögunnar árið 1969 þá var Boeing 747-400 vinsælasta vélin.

Boeing 747-400 var smíðuð í 694 eintökum en í fyrra voru 396 af þeim enn í umferð og þar af 172 í farþegaflug í flota 54 flugfélaga um allan heim.

Sama flugvélin og er á safninu fyrir 29 árum síðan

British Airways hefur flestar Boeing 747-400 þoturnar í umferð í dag, alls 37 eintök en þá hefur Atlas Air 29 Boeing 747-400 þotur, United Airlines 21 þotu og þá er KLM með tuttugu júmbó-þotur.

Delta Flight Museum flugsafnið er að finna á flugvellinum í Atlanta í Georgíu en þar má einnig skoða Boeing 767 þotu frá Delta, Boeing 757 Lockheed L-1011, McDonnell Douglas DC-9 þotu, Convair 880 auk Douglas DC-3, Waco 125 tvíþekju, Huff Daland Duster og fleiri véla.

N401PW á flugvellinum í Tókýó



Fyrsta 747-400 þotan á flugi yfir Seattle árið 1988 ásamt „City of Everett“ sem var fyrsta júmbó-þotan sem smíðuð var







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga