flugfréttir

Keilir bætir við námskeiðum í atvinnuflugmannsnámi

- Aukainnritun fyrir Intergrated Professional Pilot Program (IPPP)

6. apríl 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:28

Frá útskrift atvinnuflugnema úr Flugakademíu Keilis sumarið 2016

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugakademía Keilis bætt við innritunardegi fyrir samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) í sumar en fullskipað hefur verið í undanfarna bekki.

Næstu námskeið munu því hefjast 5. maí og 26. maí næstkomandi. Þá verður einnig hægt að hefja samtvinnað atvinnuflugmannsnám 25. ágúst á þessu ári, auk þess sem hægt verður að hefja bóklegt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám (ATPL Theory) bæði 5. maí og 25. ágúst.

Umsóknir verða að berast að minnsta kosti fjórum vikum áður en námið hefst.

Hver er munurinn á samtvinnuðu og áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi?

Atvinnuflugkennsla um borð í Diamond-kennsluvél Keilis

Flugakademía Keilis býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á svokallað samtvinnað atvinnuflugmannsnám. Nemendur á þessari námsleið geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi eða sem handhafar einkaflugmannsskírteinis.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er krefjandi og skemmtilegt og tekur um 18 mánuði í fullu námi sem er skipulagt frá upphafi til enda.

Námsleiðinni fylgir góð heildaryfirsýn og utanumhald um framvindu námsins sem skilar sér í markvissara námi. Þar með er samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið mjög skilvirk og hagkvæm námsleið sem kemur umsækjandanum fyrr og betur út á atvinnumarkaðinn.

Flugakademía Keilis býður einnig upp á nám áfangaskipt (modular) atvinnuflugmannsnám. Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.

Nemandi getur tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu. Það tekur um 18-24 mánuði til að ljúka öllum áföngum ásamt tímasöfnun og öðlast öll tilskilinn réttindi til að sækja um hjá flugfélögum og flugrekendum sem atvinnuflugmaður.

Flugvirkjanám hefst í ágúst

Líkt og undanfarin ár er mikil ásókn í flugvirkjanám, en Fugakademía Keilis býður upp á réttindanám flugvirkja í nýrri aðstöðu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um er að ræða fimm anna bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum.

Fjórar vikur námsins fara fram í samstarfsskóla Keilis í Skotlandi og fá nemendur þar með einstakt tækifæri til að sækja alþjóðlega reynslu og efla tengslanet sitt, ásamt því að læra verklags- og vinnureglur í einum virtasta flugvirkjaskóla Evrópu.

Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. Nemendum stendur til boða fjölbreyttur starfsvettvangur með mikla möguleika á sérhæfingu í framhaldi af náminu. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi.  

Nánari upplýsingar um flugtengt nám hjá Keili má nálgast á www.flugakademia.is







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga