flugfréttir

50 ár frá því Boeing 737 þotan flaug í fyrsta sinn

- Varð mun vinsælli flugvél en menn þorðu að vona á sínum tíma

9. apríl 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:32

Fyrsta Boeing 737 þotan sem smíðuð var í sínu fyrsta flugi þann 9. apríl árið 1967

Boeing 737 þotan fagnar í dag hálfrar aldar flugafmælis en í dag eru 50 ár frá því vélin flaug í fyrsta sinn þann 9. apríl árið 1967.

Það má svo sannarlega segja að Boeing 737 hafi brotið blað í flugsögunni en hún er vinsælasta farþegaþota allra tíma og hefur verið smíðuð í yfir 9.400 eintökum og verður Boeing 737 fyrsta farþegaþotan til að rjúfa 10.000 flugvélamúrinn á næstu árum.

„Við höfum enga hugmynd um þetta þá“, sagði Brien Wygle, flugstjórinn sem flaug fyrstu Boeing 737 þotunni á þessum degi fyrir 50 árum síðan. - „Eina vonin var að ná að smíða nægilega margar vélar til að koma út á sléttu“.

Það átti svo heldur betur eftir að ganga upp og gott betur því vinsældir Boeing 737 áttu eftir að verða meiri en nokkurn skildi gruna en í seinasta mánuði hafði Boeing afhent 9.448 þotur af þessari gerð og enn á eftir að smíða um helminginn af þeim fjölda véla sem hafa verið afhentar frá upphafi þar sem ósmíðaðar pantanir telja 4.506 Boeing 737 þotur.

Glaumur og gleði á sjöunda áratugnum þegar Boeing 737 flaug sitt fyrsta flug

Í dag eru smíðuð 47 eintök af Boeing 737 þotunni í hverjum mánuði en Boeing ætlar að auka framleiðsluhraðann upp í 52 þotur á mánuði á næsta ári.

Í dag, 9. apríl 2017, var ein af Boeing 737 MAX tilraunaþotunum til sýnis við Museum of Flight og fór hún í sýningarflug klukkan 13:15 - á sama tíma og fyrsta flugið átti sér stað fyrir 50 árum síðan.

Boeing 737 hefur verið hluti af tæpri hálfri flugsögunni frá því Wright-bræður flugu fyrsta flugið árið 1903 og hefur vélin ekki breyst ýkja mikið á þeim tíma.

Fyrsta Boeing 737 þotan í samsetningu í Renton í Bandaríkjunum

Fyrsta Boeing 737 þotan sem smíðuð var og sú vél sem flaug fyrst á þessum degi fyrir 50 árum síðan var af gerðinni Boeing 737-100 en sú vél var allt að 14 metrum styttri en lengsta Boeing 737 þotan sem framleidd er í dag sem er Boeing 737-900ER.

Aðeins voru 30 eintök framleidd af Boeing 737-100 sem var fyrst afhent til Lufthansa en næsta tegund, Boeing 737-200, var þó öllu vinsælli því hún var framleidd í 991 eintaki.

Bæði Boeing 737-100 og Boeing 737-200 tilheyrðu Boeing 737 Original vélunum en 17 árum síðar, eða þann 24. febrúar árið 1984 flaug fyrsta „Classic“ vélin sem var Boeing 737-300 sem var fyrsta tegundin af vélunum sem var smíðuð yfir 1.000 eintökum en alls voru 1.113 eintök framleidd af þeirri vél. Aðrar „Classic“ vélar sem framleiddar voru einnig voru Boeing 737-400 og Boeing 737-500.

Alls hafa verið smíðuð yfir 9.400 eintök af Boeing 737 þotunni

Þann 22. janúar árið 1998 flaug fyrsta vélin af næstu kynslóð sem kallast Boeing 737NG (Next Generation) en sú vél var af gerðinni Boeing 737-600 í kjölfarið fylgdu Boeing 737-700, -800, -900 og -900ER.

Vinsælasta Boeing 737 þotan sem framleidd hefur verið kom á markaðinn árið 1997 en það var Boeing 737-800 sem er enn framleidd í dag og hefur verið smíðuð í 4.390 eintökum.

Fyrsta Boeing 737-100 tilraunavélin var notuð í flugprófunum hjá Boeing í 6 ár eða þar til árið 1973 en þá var hún seld til NASA sem notaði hana sem fljúgandi rannsóknarstofu en NASA afhenti vélina til Museum of Flight árið 1997.

Bob Bogash, fyrrum Boeing 737 flugvirki, hefur „alist“ upp með Boeing 737 þotunni alveg frá fæðingu en hann kom að framleiðslu og þróun vélarinnar, tók þátt í flugprófunum, ferðaðist um allan heim með Boeing til að kynna vélina fyrir flugfélögunum og var um borð í fyrstu Boeing 737 þotunni sem smíðuð var þegar hún flaug sitt seinasta flug á flugsafnið Museum of Flight.

Bogash segir að Boeing 737 hafi breytt flugsögunni og rutt veginn í flugsamgöngum milli minni flugvalla út um allan heim.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga