flugfréttir
Þrálátar bilanir með nýtt flugumferðarkerfi í Hong Kong
- Hefur bilað reglulega frá því kerfið var tekið í notkun í nóvember

Frá flugturninum á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong
Enn og aftur kom upp bilun í nýju flugumferðarstjórnunarkerfi á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong um helgina sem varð til þess að flugumferðarstjórar misstu yfirsýn yfir staðsetningu flugvéla um stundarsakir.
Reglulega hefur komið upp bilun í hinu nýja stjórnkerfi sem tekið var í notkun í nóvember sl. haust
en í þetta skipti duttu út upplýsingar um staðsetningu nokkurra flugvéla og þurfti að ræsa til varakerfi.
Vandamálið stóð yfir í um 15 mínútur en í yfirlýsingu kemur fram að bilunin hafi ekki haft áhrif á leiðsögustjórnun
flugvéla í lofthelginni yfir Hong Kong þar sem flugumferðarstjórar gátu verið í fjarskiptasambandi við flugvélarnar
og gervihnattarsambandi.

Kerfið var tekið í notkun í nóvember í fyrra og hefur verið stanslaust til vandræða
Sérfræðingar í tæknimálum segja að nýja kerfið, sem kallast Raytheon Auto Trac III, sé mjög öruggt kerfi en
grunur leikur á að bilunin sé tilkomin þar sem of margir flugumferðarstjórar séu skráðir inn í kerfið á sama tíma.
Jeremy Tam Man-ho, flugstjóri, segir að bilunin sé „tuska í andlitið“ fyrir hið nýja kerfi sem kostaði 22 milljarða
króna í uppsetningu en áreiðanleiki kerfisins er sagður vera 99.9 prósent.
„Augljóslega þá er þetta áhyggjuefni. Við erum búin að horfa upp á flugvélar hverfa á skjánum og sjá flugvélar
fara of nálægt hvor annarri en það hefur aldrei áður gerst að við þurfum að reiða okkur á varakerfið. Þetta
er búið að ganga svona alveg frá því kerfið var tekið í notkun“, segir Man-ho.


6. apríl 2018
|
Embraer og Widerøe fögnuðu í vikunni fyrstu E2 þotunni sem afhent var til flugfélagsins norska sem er fyrsta flugfélagið í heimi til að fá þessa flugvél sem er ný kynslóð af Embraer-þotunum.

6. mars 2018
|
Hópur þjófa í Brasilíu rændu fraktþotu Lufthansa Cargo skömmu fyrir brottför til Evrópu sl. sunnudag og höfðu með sér á brott tæpan hálfan milljarð króna í reiðufé.

12. febrúar 2018
|
Ekki hefur tekist að sanna að þjófnaður hafi átt sér stað er frakhurð opnaðist skyndilega á Boeing 737-500 þotu á meðan hún var að bíða eftir að komast í flugtak á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

22. apríl 2018
|
Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

21. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.