flugfréttir

Mjög alvarlegur skortur á flugmönnum hjá Cargolux

- Fljúga þreyttir og flestar vaktir fara alveg upp að reglugerð um hvíldartíma

14. apríl 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Boeing 747-8F fraktþota Cargolux

Þrátt fyrir velgengni í rekstri Cargolux á fraktflugmarkaðnum og góðrar afkomu á seinasta ári þá virðist félagið vera að fljúga inn í óvissutíð þar sem alvarlegur skortur á flugmönnum blasir nú við félaginu sem er nú þegar farinn að gera vart við sig.

Nú þegar vantar Cargolux fleiri flugmenn en stjórn félagsins stendur á gati með að finna leið til að geta aukið umsvif sín enn frekar þar sem það kallar á fleiri flugmenn.

Stjórnarfundur fór fram í janúar sl. þar sem farið var yfir rekstraráætlun félagsins til næstu 4 ára og var skortur á flugmönnum eitt af því sem rætt var um án þess að hægt var að komast til botns í því máli.

„Það virðist vera að enginn viti hver næstu skref eru eða hvað tekur við“, segir Thelma Etim hjá Cargolux.

Vandamálið í augnablikinu er að Cargolux nær ekki að ráða þann fjölda flugmanna sem félagið þarf á að halda í augnablinu og þeir flugmenn sem fljúga núna hjá félaginu hafa miklar áhyggjur af málinu.

„Þetta er að verða mjög alvarlegt. Flugmenn eru flestir mjög þreyttir þar sem við erum undirmönnuð. Febrúarmánuður var frekar rólegur en það þurfti ekki nema nokkur aukaverkefni og það var nóg til að auka álagið á okkur“, segir einn flugmaður sem flýgur fyrir Cargolux.

Segja að stjórn Cargolux vilji ekki horfast í augu við vandamálið

„Þetta er að gerast vegna þess að stjórn félagsins „flýgur blint“ áfram með félagið. Þeir taka ekki kvörtunum okkar alvarlega og það virðist vera að þeir vilji ekki heyra sannleikann sem er að það er verið að keyra vaktirnar alveg upp að hámarksgetu“, bætir flugmaðurinn við.

Boeing 747-8F fraktþota Cargolux í lendingu

Þá hefur sá orðrómur farið á kreik að nokkrir nýir flugmenn, sem áttu að mæta í þjálfun áður en til stóð að ráða þá hjá félaginu, hafi hreinlega ekki mætt í flugherminn þegar þjálfun á þeim átti að hefjast.

„Skilyrðin og vinnuumhverfið er alls ekki freistandi fyrir þá. Það hefur aldrei áður verið vandamál fyrir Cargolux að ráða nýja flugmenn“, segir einn aðili sem er kunnugur málinu.

Í desember var greint frá því að Cargolux þurfti að minnsta kosti 70 flugmenn til viðbótar til að halda úti eðlilegri flugáætlun með eðlilegu vinnuálagi á flugmenn og þá hefur tilvikum fjölgað þar sem flugmenn hringja sig inn veika.

Þá stóð til að stofna nýtt dótturflugfélag í Kína, Cargolux China, en búið er að fresta stofnun þess nokkrum sinnum þar sem bæði skortir fjármagn og fjárfesta.

Flestar breytingar á vöktum í löngu fraktflugi kringum jörðina

Í desember var greint frá því að Cargolux þyrfti að minnsta kosti 70 flugmenn til viðbótar til að halda úti eðlilegri flugáætlun með eðlilegu vinnuálagi á flugmenn félagsins og þá hefur tilvikum fjölgað þar sem flugmenn hringja sig inn veika.

Þá eru gerðar það miklar breytingar á vöktum að flugmenn hjá Cargolux eru sagðir eiga í miklum erfiðleikum með að gera ráð fyrir hvíld og frítíma sem eykur álagið enn frekar.

Júmbó-þotur Cargolux á flugvellinum í Lúxemborg

Flestar breytingarnar á flugáætlun flugmanna eru gerðar á flugi í kringum jörðina sem hefur þegar mikil áhrif á líkamsklukkuna vegna tímamismunar og er heill nætursvefn á staðartíma næstum ógjörningur fyrir flugmennina sem veldur uppsafnaðri þreytu.

George Karambilas, flugstjóri hjá Cargolux og yfirmaður félags flugmanna hjá Cargolux, sendi stjórn félagsins bréf fyrir áramót þar sem hann bar saman hagnaðartölur félagsins og vaktaálag flugmanna og sagði að félagið hefði á þeim ársfjórðungi aldrei náð þessum árangri ef það hefði ekki verið fyrir þær sakir að flugmenn félagsins flugu næstum því fleiri vaktir en reglugerðir um hvíldartíma segja til um.

Karambilas varar við slíku álagi þar sem áhætta á mistökum vegna þreytu eykst við slíkar aðstæður til lengri tíma og hvetur hann félagið til að ráða fleiri flugmenn til starfa.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga