flugfréttir
Dickinson greiddi starfsfólki Cardiff Aviation síðbúin laun úr eigin vasa

Bruce Dickinson stofnaði Cardiff Aviation árið 2012
Vegna mistaka náðist ekki að greiða starfsfólki hjá Cardiff Aviation laun fyrir páska eins og starfmenn höfðu búist við en þegar Bruce Dickinson, stofnandi fyrirtækisins, sem einnig er flugmaður og sönvari hljómsveitarinnar Iron Maiden, frétti af því ákvað hann að bregðst fljótt við.
Dickinson ákvað að seilast í sinn eigin vasa og greiddi hann starfsfólki sínu helminginn af þeim launum
sem greiða átti út fyrir páskana.
„Því miður þá náðist ekki að ljúka við útborgun launa fyrir þá sem starfa við viðhald, viðgerðir og yfirhalningu
í deildinni hjá okkur í Cardiff Aviation og þar af leiðandi ákvað ég að borga fólki persónulega úr mínum vasa
helminginn af greiðslunni en seinni helmingurinn mun greiðast á næstu dögum“, segir Dickinson.
„Ég veit að Cardiff Aviation á bjarta framtíð fyrir sér og um leið og ég bið starfsfólk mitt afsökunar þá vona ég að
allir sýni þolinmæði á meðan við greiðum úr flækjunni“.
Bruce Dickinson stofnaði Cardiff Aviation árið 2012 en hjá fyrirtækinu starfa í dag 150 manns.


21. janúar 2018
|
Ryanair hefur tilkynnt að allir flugmenn félagsins, á öllum þeim 15 starfsstöðvum í Bretlandi, ásamt þeim sem starfa á London Stansted, hafa samþykkt tilboð félagsins um 20 prósenta launahækkun í ley

13. mars 2018
|
Talið er að ruglingur milli flugmanna og flugumferðarstjóra sé ein orsök flugslyssins sem átti sér stað í gær er farþegaflugvél af gerðinni Bombarider Dash 8 Q400 brotlenti skömmu fyrir lendingu á f

2. febrúar 2018
|
Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

20. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.