flugfréttir
Þrjár Boeing 777 þotur Biman úr umferð í margar vikur
- Ríkisstjórn landsins rannsakar hvað veldur örðuleikunum með vélarnar

Boeing 777-300ER þota Biman Bangladesh
Ríkisstjórn Bangladesh rannsakar nú hvers vegna tvær Boeing 777-200ER þotur í flota ríkisflugfélagsins Biman Bangladesh hafa eytt seinustu fjórum mánuðum að mestu leyti á jörðu niðri en vélarnar hafa lítið sem ekkert flogið frá því um áramót.
Vélarnar báðar voru teknar á leigu til fimm ára frá EgytptAir árið 2014 í formi þurrleigusamnings en leigusamningurinn
hljómaði upp á 3,8 milljarða króna.
Staða vélanna beggja gefur til kynna að þær séu í virkri umferð en samkvæmt upplýsingum frá Flightradar24.com
þá hafa þær ekki flogið frá því í desember 2016 vegna viðhalds.
Aðili, sem kunnugur er málinu, segir að vélarnar voru teknar úr umferð þar sem að minnsta kosti 20 sinnum hafi
komið upp vandamál árið 2016 vegna síendurtekinna bilana í hreyflum vélanna.
Samkvæmt leigusamningnum þá er það EgyptAir sem á að annast viðgerðir og viðhald á hreyflunum en samkvæmt
heimildum þá er um stærra vandamál að ræða og á meðan þarf Biman Bangladesh að greiða leigugjöld
fyrir vélarnar.
Þá hafa tvær aðrar þotur félagsins verið kyrrsettar í heilan mánuð. Önnur af gerðinni Boeing 777-300ER eftir að vélin varð fyrir fuglum í flugtaki í Dammam í Sádí-Arabíu og þá hefur ein Boeing 737-800 þota verið óvenju lengi í C-skoðun í Bangkok.
Þar sem fjórar vélar hafa verið að undanförnu úr umferð hefur leiðarkerfi félagsins orðið fyrir töluverðum röskunum þar sem
þurft hefur að aflýsa flugi.


16. febrúar 2018
|
Farþegaflug með fjögurra hreyfla þotum á vegum Philippine Airlines mun taka enda árið 2021 en þá stefnir félagið á að hætta með Airbus A340 þoturnar.

6. mars 2018
|
Hópur þjófa í Brasilíu rændu fraktþotu Lufthansa Cargo skömmu fyrir brottför til Evrópu sl. sunnudag og höfðu með sér á brott tæpan hálfan milljarð króna í reiðufé.

3. febrúar 2018
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú myndband sem sýnir hvar dróna er flogið í návígi við farþegaþotu sem er á lokastefnu fyrir lendingu á McCarran-flugvellinum í Las Vegas.

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.